Innlent

„Við vitum ekki hvernig þetta fór af stað“

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Mikil hætta skapaðist þegar gaskútarnir sprungu en eldsupptök eru enn ókunn. 
Mikil hætta skapaðist þegar gaskútarnir sprungu en eldsupptök eru enn ókunn.  vísir/vilhelm

Lögregla rannsakar nú sprengingarnar sem urðu í Garðabæ í gær þegar gaskútar sprungu í nýbyggingu í Garðabæ og flugu tugi metra. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að fólk hafi verið í verulegri hættu og því mildi að enginn hafi slasast. Eldsupptök eru enn ókunn.

Slökkviliðið fékk fyrst tilkynningu um fyrri sprenginguna og viðbragðsaðilar voru á leiðinni á vettvang þegar að seinni sprengingin varð. Gaskútarnir sprungu þegar kviknaði í þakpappa sem hitaði kútana ótæpilega. Enginn var á svæðinu og enginn slasaðist. Sprengingarnar heyrðust um allt höfuðborgarsvæðið.

 Guðmundur Guðjónsson, varðstjóri hjá hjá slökkviliðinu segir að mikil hætta hafi skapast.

„Sem betur er slasaðist enginn en það mátti ekki miklu muna. Bæði okkar starfsfólk og fólk sem var á vettvangi. Það sést á þeim myndum sem hafa verið birtar víða að fólk var í virkilegri hættu þarna.“

Þessi aðferð, að leggja tjörupappa til þess að þétta þök sé vel þekkt.

„Þetta eru hættuleg efni sem koma þarna saman. En þetta er mjög algeng aðferð í nýbyggingum að þétta þök með tjörupappa. Þá þarf að hita hann upp svo hann leggist á þökin og vinnueftirlitið hefur gefið út mjög góðar leiðbeiningar til fyrirtækja sem standa í þessu.“

Málið sé núna á borði lögreglu.

„Lögreglan er að rannsaka upptök eldsins en við vitum ekki hvernig þetta fór af stað.“ 


Tengdar fréttir

„Því­lík heppni að ekki hafi farið verr“

Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú af sér allan grun með hitamyndavélum. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×