Lífið

Þriðja barn Zucker­berg og Chan komið í heiminn

Máni Snær Þorláksson skrifar
Hjónin eiga nú saman þrjú börn.
Hjónin eiga nú saman þrjú börn. Getty/Ian Tuttle

Mark Zuckerberg, forstjóri Meta og einn af stofnendum Facebook, og Priscilla Chan, eiginkona hans, eru búin að eignast sitt þriðja barn saman. Fyrir eiga þau börnin Max og August sem fæddust árin 2015 og 2017. 

„Velkomin í heiminn Aurelia Chan Zuckerberg!“ segir Zuckerberg í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Hann segir dóttur þeirra hjóna vera blessun.

Zuckerberg og Chan fögnuðu tíu ára brúðkaupsafmæli sínu hér á landi í maí í fyrra. Það gæti verið að sú ferð hafi kveikt í einhverjum neistum því nú, tíu mánuðum síðar, er þriðja barn þeirra hjóna komið í heiminn.

Á meðan hjónin voru hér á landi flugu þau með einkaflugvél til Akureyrar og fóru þaðan með þyrlu að Deplum í Fljótum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.