Lífið

Í­búar Kópa­vogs­bæjar hafa rofið 40 þúsund manna múrinn

Atli Ísleifsson skrifar
Árni Grétar Finnsson og Melkorka Þöll Vilhjálmsdóttir með börnununm, ásamt Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra.
Árni Grétar Finnsson og Melkorka Þöll Vilhjálmsdóttir með börnununm, ásamt Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra. Kópavogsbær

Íbúar Kópavogsbæjar eru nú orðnir 40 þúsund talsins. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri afhenti á dögunum dreng sem kom í heiminn um miðjan mánuðinn, ásamt foreldrum hans gjafir til að fagna tímamótunum í sögu bæjarins. 

Kópavogsbær

Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að drengurinn hafi komið í heiminn 15. mars síðastliðinn og fengið merkta samfellu og smekk sem hæfir tilefninu. Þá færði Ásdís þeim einnig blóm og gjafakort.

Foreldrar drengsins heita Árni Grétar Finnsson og Melkorka Þöll Vilhjálmsdóttir.

Drengurinn nýfæddi er þriðja barn foreldra sinna, en eldri systkin heita Finnur og Sesselja Katrín. 

Haft er eftir Melkorku að fæðing drengsins hafi gengið prýðisvel. „Það er mjög gaman að eiga Kópavogsbúa númer 40.000,“ segja foreldrarnir sem fluttu búferlum í Kópavog árið 2020.

Þess má geta að íbúafjöldi í Kópavogi fór yfir 20 þúsund árið 1999 en yfir 30 þúsund árið 2010.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.