Lífið

Sunneva gekk beint í verkið inni á baðherbergi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sunneva var ekki í neinum vandræðum með að þrífa baðherbergin.
Sunneva var ekki í neinum vandræðum með að þrífa baðherbergin.

Samfélagsmiðlastjörnurnar Sunneva Einarsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir fóru af stað með nýja þáttaröð af #Samstarfi á Stöð 2 á dögunum.

Í þáttunum fá áhorfendur að fylgjast með þeim vinkonum Sunnevu og Jóu tækla fjölbreytt verkefni á vinnumarkaði, eins og þeim einum er lagið. Í þættinum í gær fengu þær að reyna fyrir sér sem barþjónar á staðnum Jungle.

En því fylgir einnig að huga að hreinlætinu og var Sunneva til að mynda send inn á baðherbergin til að þrífa og ekki kvartaði hún heldur gekk beint í verkið eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Sunneva gekk beint í verkið inni á baðherbergi
df

Fleiri fréttir

Sjá meira


×