Innlent

Bein út­sending: Fjúka orku­skiptin á haf út?

Atli Ísleifsson skrifar
Hversu mikið af vindorku má nýta og flytja um landið? Erum við klár í orkuskiptin? Þetta eru meðal þeirra spurninga sem reynt verður að svara á fundinum.
Hversu mikið af vindorku má nýta og flytja um landið? Erum við klár í orkuskiptin? Þetta eru meðal þeirra spurninga sem reynt verður að svara á fundinum. Getty

Mikilvægi flutningskerfisins í orkuskiptum verður til umfjöllunar á vorfundi Landsnets sem haldinn verður milli 8:30 og 10 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. 

Í tilkynningu segir að nýir orkukostir séu mikið í umræðunni og mikið hafi verið rætt um tækifærin sem í því felist en líka hindranir. 

„Hversu vel er flutningskerfi rafmagns í stakk búið til að miðla rafmagni um landið? Hversu mikið af vindorku má nýta og flytja um landið? Erum við klár í orkuskiptin?“

Dagskrá

  • Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og umhverfisráðherra: Ávarp
  • Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri: Fjúka orkuskiptin á haf út?
  • Gnýr Guðmundsson, forstöðumaður kerfisþróunar: Við erum tilbúin
  • Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri viðskipta- og kerfisþróunar: Grípum tækifærin
  • Katrín Olga Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Elma: Valdefling neytandans og nýrrar tækni
  • Sigrún Björk Jakobsdóttir, stjórnarformaður: Fundarstjóri


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×