Innlent

Fékk unga stelpu til að senda sér nektar­myndir

Bjarki Sigurðsson skrifar
Aðalmeðferð málsins fer fram við Héraðsdóm Norðurlands eystra í apríl.
Aðalmeðferð málsins fer fram við Héraðsdóm Norðurlands eystra í apríl. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að senda ungri stúlku nektarmyndir, fá hana til að senda sér kynferðislegar myndir áður en hún náði fimmtán ára aldri, fyrir að hafa viðhaft klúrt, lostugt og óviðeigandi orðbragð við hana og fyrir að biðja hana um að kyssa sig í bifreið sinni á fáförnum vegi. 

Brotin áttu sér stað frá 2019 til 2021 en í ákæru kemur ekki fram hversu gamall maðurinn er eða hversu gömul stúlkan er, fyrir utan það að hún var yngri en fimmtán ára árið 2020.

Árin 2019 til 2021 voru þau í samskiptum á Snapchat og viðhafði maðurinn klúrt, lostugt og óviðeigandi orðbragð. Árið 2019 á hann að hafa sent henni mynd af getnaðarlim sínum og árin 2019 og 2020 fengið hana til að senda sér kynferðislegar ljósmyndir af henni sjálfri. 

Þau hittust að næturlagi í júlí árið 2020 í bifreið mannsins og ók hann henni að fáförnum vegi þar sem hann bað stúlkuna um að kyssa sig. 

Með þessu athæfi hafi maðurinn sært blygðunarsemi stúlkunnar og sýnt af sér vanvirðandi, ósiðlega og lostuga hegðun. 

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar fyrir brot sín og krefst móðir stúlkunnar að henni verði greiddar 1,8 milljón króna í miskabætur. 

Aðalmeðferð í málinu fer fram við Héraðsdóm Norðurlands eystra í apríl. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.