Lífið

Forsetahjónin hittu Foster

Máni Snær Þorláksson skrifar
Jodie Foster og Eliza Reid fengu mynd af sér saman.
Jodie Foster og Eliza Reid fengu mynd af sér saman. HBO

Íslensku forsetahjónin og sonur þeirra heimsóttu kvikmyndaverið í Gufunesi þar sem verið var að taka upp þættina True Detective. Forsetafrú Íslands deilir myndum af heimsókninni á Facebook-síðu sinni og segir að um áhugaverða heimsókn hafi verið að ræða. 

„Við Guðni heimsóttum kvikmyndaverið í Gufunesi þar sem verið er að taka upp þættina True Detective. Það var virkilega áhugavert að hitta bæði leikara og starfsfólk á setti og fá smá innsýn í hið skáldaða bæjarlíf Ennis í Alaska,“ segir Eliza í færslunni.

Þá birtir hún myndir af sér ásamt Leifi B. Dagfinnssyni, framleiðanda hjá True North, Mari-Jo Winkler framleiðanda, Issa Lopez leikstjóra og Jodie Foster, leikkonu og stjörnu þáttanna. Þá fékk sonur Guðna og Elizu að slást með í för og er hann einnig á myndinni.

 

Leifur B. Dagfinnsson, Mari-Jo Winkler, Guðni Th. Jóhannesson, Issa Lopez, Jodie Foster, Sæþór og Eliza Reid.HBO

Tökur á True Detective hafa staðið yfir hér á landi undanfarna mánuði. Um er að ræða eina stærstu framleiðslu Íslandssögunnar. Til að mynda var Dalvík breytt til að líkjast bandaríska bænum Ennis og þá var Vogum á Vatsnleysuströnd breytt í bæ í Alaska.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×