Lífið

Arnar og Brynja selja mið­bæjar­perluna

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Arnar Eyfells og Brynja Kúla hafa sett stórkostlega íbúð sína við Njarðargötu á sölu.
Arnar Eyfells og Brynja Kúla hafa sett stórkostlega íbúð sína við Njarðargötu á sölu. Samsett

Arnar Már Eyfells, eigandi Ketchup Creative, og Brynja Kúla Guðmundsdóttir, fyrirsæta og leikkona, hafa sett stórkostlega íbúð sína í miðbænum á sölu. Þessi litríka perla vakti mikla athygli í þáttunum Heimsókn nú á dögunum.

Um er að ræða einstaklega sjarmerandi íbúð við Njarðargötu í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin er rúmlega 92 fermetrar, á tveimur hæðum. Á neðri hæð er að finna forstofu, baðherbergi, stofu, sjónvarpsstofu, eldhús og borðstofu. Á efri hæð eru þrjú svefnherbergi, fataherbergi, opið rými auk geymslurýmis undir súð.

Húsið var byggt árið 1926 en Arnar og Brynja endurnýjuðu íbúðina að miklu leyti. Sindri Sindrason fór í heimsókn til Arnars og Brynju og kíkti á afraksturinn. Í þættinum sýndi Arnar meðal annars „best geymda leyndarmál íbúðarinnar“ - svalirnar. 

Ásett verð er 89,9 milljónir en fasteignamat íbúðarinnar er 62,2 milljónir.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af íbúðinni en nánari upplýsingar er að finna á fasteignavef Vísis.

Íbúðin stendur í fjölbýli við Njarðargötu í Reykjavík.Fasteignaljósmyndun
Falleg aðkoma er að íbúðinni.Fasteignaljósmyndun
Eldhús og borðstofa eru samliggjandi.Fasteignaljósmyndun
Fallega innréttað eldhús.Fasteignaljósmyndun
Björt og falleg stofa.Fasteignaljósmyndun
Opið er á milli stofu og sjónvarpsstofu.Fasteignaljósmyndun
Smekklegt sjónvarpshol þar sem skrautmunirnir fá að njóta sín.Fasteignaljósmyndun
Fallegt og bjart baðherbergi þar sem hugsað hefur verið út í hvert einasta smáatriði.Fasteignaljósmyndun
Gyllti liturinn fær að njóta sín inn á baði.Fasteignaljósmyndun
Hjónaherbergið.Fasteignaljósmyndun
Einn af herbergjunum á efri hæðinni. Þetta fallega herbergi nýtist vel sem skrifstofa.Fasteignaljósmyndun
Litagleði í hverjum krók og kima.Fasteignaljósmyndun
Bjart og fallegt herbergi á efri hæð íbúðarinnar.Fasteignaljósmyndun
Skemmtileg nýting á rýminu.Fasteignaljósmyndun
Þessi stigi leiðir mann upp á einstakar svalir.Fasteignaljósmyndun
Fallegt útsýni af svölunum.Fasteignaljósmyndun


Tengdar fréttir

Geggjuð íbúð og enn flottari svalir

Arnar Már Davíðsson, eigandi Ketchup sem er bæði framleiðslufyrirtæki og auglýsingastofa, tók fallega íbúð í gegn við Njálsgötu í miðborg Reykjavíkur ásamt unnustu sinni Brynju Kúlu Guðmundsdóttur.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.