Um er að ræða einstaklega sjarmerandi íbúð við Njarðargötu í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin er rúmlega 92 fermetrar, á tveimur hæðum. Á neðri hæð er að finna forstofu, baðherbergi, stofu, sjónvarpsstofu, eldhús og borðstofu. Á efri hæð eru þrjú svefnherbergi, fataherbergi, opið rými auk geymslurýmis undir súð.
Húsið var byggt árið 1926 en Arnar og Brynja endurnýjuðu íbúðina að miklu leyti. Sindri Sindrason fór í heimsókn til Arnars og Brynju og kíkti á afraksturinn. Í þættinum sýndi Arnar meðal annars „best geymda leyndarmál íbúðarinnar“ - svalirnar.
Ásett verð er 89,9 milljónir en fasteignamat íbúðarinnar er 62,2 milljónir.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af íbúðinni en nánari upplýsingar er að finna á fasteignavef Vísis.















