Hátt í fjórir milljarðar munu búa við vatnsskort eftir tvö ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. mars 2023 11:37 Alþjóðlegi vatnsdagurinn er í dag. Hér eru krakkar í Rio de Janeiro í Brasilíu að baða sig í ánni í tilefni dagsins. Getty/Fabio Teixeira 3,5 milljarðar manna munu búa við vatnsskort árið 2025 vegna mengunar ef mannkynið breytir ekki framkomu sinni við vatn. Sérfræðingur segir að Íslendingar, eins og aðrir, þurfi að vernda vatnið sitt betur. Alþjóðadagur vatnsins er í dag, enda tilefni til að halda upp á þetta lífsnauðsynlega efni. Þrátt fyrir mikilvægi vatns hefur slæm umgengni um það valdið því að allt að 3,5 miljarðar manna muni búa við vatnsskort árið 2025, að stórum hluta vegna mengunar sem gert hefur það ódrykkjarhæft. Í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum er varað við vampírískri ofnotkun á vatni í heiminum og heimsbúar þurfi að fara að huga verulega að vatnsnotkun. „Það þarf ekkert rosalega mikið að gerast til þess að vatn mengist,“ segir Eydís Salome Eiríksdóttir, jarðefnafræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun. Greint var frá því á mánudag að mannkynið þurfi að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Vegna hnattrænnar hlýnunar eru þurrkar farnir að vera algengari í öllum heimsálfum og meira að segja hér á Íslandi, þar sem almennt hefur verið ofgnótt af vatni. „Það hefur kannski ekki verið mikil vitund meðal Íslendinga um að okkur beri að vernda vatnið okkar, kannski af því við höfum haft svo mikið af því,“ segir Eydís. Þar spili verndun jökla stórt hlutverk. „Í rauninni kannski þurfum við ekki að hafa áhyggjur af íslensku jöklunum á næstu árum en það er alveg fyrirséð og um leið og einn jökull hörfar breytast gríðarlega stór afrennslissvæði,“ segir Eydís. „Þetta getur breytt gríðarlega miklu og haft mjög mikil áhrif á grunnvatnsstöðu á Íslandi.“ Hún hvetur fólk að fara út í náttúruna, finna sér lækjarsprænu eða fara út í fjöru og hlusta á vatnið. „Hlusta á vatnið og pæla svolítið í því og hvað við þurfum að gera til að passa upp á það. Hvort við getum gert bara með því að hreinsa til í kringum okkur, passa að það fari ekki rusl út í vatnið okkar og passa að við séum ekki að henda rusli í ána sem er okkur kær. Og bara njóta þess að vera í náttúrunni.“ Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. 20. mars 2023 14:24 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Alþjóðadagur vatnsins er í dag, enda tilefni til að halda upp á þetta lífsnauðsynlega efni. Þrátt fyrir mikilvægi vatns hefur slæm umgengni um það valdið því að allt að 3,5 miljarðar manna muni búa við vatnsskort árið 2025, að stórum hluta vegna mengunar sem gert hefur það ódrykkjarhæft. Í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum er varað við vampírískri ofnotkun á vatni í heiminum og heimsbúar þurfi að fara að huga verulega að vatnsnotkun. „Það þarf ekkert rosalega mikið að gerast til þess að vatn mengist,“ segir Eydís Salome Eiríksdóttir, jarðefnafræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun. Greint var frá því á mánudag að mannkynið þurfi að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Vegna hnattrænnar hlýnunar eru þurrkar farnir að vera algengari í öllum heimsálfum og meira að segja hér á Íslandi, þar sem almennt hefur verið ofgnótt af vatni. „Það hefur kannski ekki verið mikil vitund meðal Íslendinga um að okkur beri að vernda vatnið okkar, kannski af því við höfum haft svo mikið af því,“ segir Eydís. Þar spili verndun jökla stórt hlutverk. „Í rauninni kannski þurfum við ekki að hafa áhyggjur af íslensku jöklunum á næstu árum en það er alveg fyrirséð og um leið og einn jökull hörfar breytast gríðarlega stór afrennslissvæði,“ segir Eydís. „Þetta getur breytt gríðarlega miklu og haft mjög mikil áhrif á grunnvatnsstöðu á Íslandi.“ Hún hvetur fólk að fara út í náttúruna, finna sér lækjarsprænu eða fara út í fjöru og hlusta á vatnið. „Hlusta á vatnið og pæla svolítið í því og hvað við þurfum að gera til að passa upp á það. Hvort við getum gert bara með því að hreinsa til í kringum okkur, passa að það fari ekki rusl út í vatnið okkar og passa að við séum ekki að henda rusli í ána sem er okkur kær. Og bara njóta þess að vera í náttúrunni.“
Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. 20. mars 2023 14:24 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. 20. mars 2023 14:24