Innlent

Íbúðaverð hækkaði eftir þrjá mánuði af lækkunum

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Húsnæðismarkaðurinn hefur kólnað nokkuð hratt á síðustu mánuðum.
Húsnæðismarkaðurinn hefur kólnað nokkuð hratt á síðustu mánuðum. vísir/vilhelm

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í febrúar um 0,3 prósent, en síðastliðna þrjá mánuði hafði vísitalan lækkað um 0,9 prósent. Þar skiptir mestu verðhækkun á fjölbýlishúsnæði. 

Frá þessu greinir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á vef sínum. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Stuðst er við kaupsamninga síðastliðinna þriggja mánaða við útreikning vísitölunnar.

Sérfræðingar hafa undanfarið talið að frekari lækkanir séu í kortunum á húsnæðismarkaði. Eftir stýrivaxtahækkanir Seðlabankans hafi fyrstu kaupendur meðal annars haldið að sér höndum á markaðnum. 

Síðastliðna 6 mánuði hækkaði vísitala íbúðaverðs um 0,2 prósent og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 12,4 prósent. Vísitalan stendur nú í 948,9. en var 946 í janúar.

Sérbýlishluti vísitölunnar er 945,0 í febrúar 2023 og lækkaði um 0,2 prósent milli mánaða og fjölbýlishluti vísitölunnar er 951,4 í febrúar 2023 og hækkaði milli mánaða um 0,4 prósent.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×