Tveir samningar undirritaðir en enn eru nokkrir eftir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. mars 2023 15:44 Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður Rafiðnaðarsambandsins. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir það ánægjulegt að kjarasamningsviðræður virðast komnar á skrið. Fyrir helgi var talið að viðræður við Orkuveituna hefðu siglt í strand en samningur við þau var undirritaður í gær. Í dag voru samningar við HS Orku og HS Veitur undirritaðir en nokkrir samningar standa eftir. Kjarasamningur Rafiðnaðarsambandsins og VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna við HS Orku var undirritaður fyrir hádegi í dag og samningur við HS Veitur var undirritaður eftir hádegi. Samningarnir fela í sér sambærilegar launahækkanir og finna má í þeim samningum sem gerðir voru á almenna markaðinum og munu félagsmenn greiða atkvæði um samningana eftir að þeir verða kynntir. Í gær var þá greint frá því að félögin hafi náð samkomulagi við Orkuveitu Reykjavíkur en samninganefnd RSÍ og VM sagði í síðustu viku viðræðurnar hafa siglt í strand. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, sagði þá í samtali við fréttastofu um helgina að engin lausn virtist í sjónmáli með Orkuveitunni og að viðræður við önnur orkufyrirtæki gengu hægt. Úr því virðist hafa ræst eftir helgina en Kristján Þórður segir þau hafa fengið aukinn skilning á því að koma þyrfti kjarasamningsviðræðum áfram. Mikilvægt væri að gera nýja samninga til að taka við af þeim sem runnu út í nóvember. „Það er bara mjög ánægjulegt að ná að skrifa undir kjarasamninga og reyna að komast áfram í þessu,“ segir Kristján. „Nú er það þannig að við eigum eftir að klára fleiri kjarasamninga í orkugeiranum og síðan við ríki og sveitarfélög, mér telst til að það séu einhverjir sjö átta kjarasamningar eftir hjá Rafiðnaðarsambandinu eins og staðan er núna,“ segir hann enn fremur. Félagsmenn eiga eftir að greiða atkvæði um samningana en hann bindur vonir við að þeir verði samþykktir. Þá er hann vongóður um aðra samninga en þó einhverjar viðræður séu komnar skemmra á veg en aðrar séu þær alla vega komnar á skrið og bráðum verði hægt að hefja viðræður um langtímasamninga. „Þá er það næsta verkefni þegar það er búið að klára þessa kjarasamninga sem að út af standa, það er að hefja viðræður um næstu samninga, sem verða vonandi lengri samningar,“ segir Kristján. Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir RSÍ og VM sömdu einnig við Orkuveituna Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður í dag. 20. mars 2023 17:52 „Það þarf eitthvað til að höggva á hnútinn“ Engin lausn virðist í sjónmáli í kjaraviðræðum Rafiðnaðarsambandsins og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur, að sögn formanns Rafiðnaðarsambandsins. Viðræður við önnur orkufyrirtæki gangi einnig hægt sem hægi á allri vinnu við langtímasamninga. Eitthvað þurfi til að höggva hnútinn og eru verkfallsaðgerðir ekki úr myndinni. 18. mars 2023 19:34 Segir kjaraviðræður við OR hafa siglt í strand Samninganefnd VM og RSÍ segir að kjaraviðræður við Orkuveitu Reykjavíkur hafi siglt í strand. Lýst er yfir vonbrigðum með það sem samninganefndin lýsir sem óbilgjarnri og einstrengingslegri afstöðu OR í viðræðunum. 16. mars 2023 14:58 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Sjá meira
Kjarasamningur Rafiðnaðarsambandsins og VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna við HS Orku var undirritaður fyrir hádegi í dag og samningur við HS Veitur var undirritaður eftir hádegi. Samningarnir fela í sér sambærilegar launahækkanir og finna má í þeim samningum sem gerðir voru á almenna markaðinum og munu félagsmenn greiða atkvæði um samningana eftir að þeir verða kynntir. Í gær var þá greint frá því að félögin hafi náð samkomulagi við Orkuveitu Reykjavíkur en samninganefnd RSÍ og VM sagði í síðustu viku viðræðurnar hafa siglt í strand. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, sagði þá í samtali við fréttastofu um helgina að engin lausn virtist í sjónmáli með Orkuveitunni og að viðræður við önnur orkufyrirtæki gengu hægt. Úr því virðist hafa ræst eftir helgina en Kristján Þórður segir þau hafa fengið aukinn skilning á því að koma þyrfti kjarasamningsviðræðum áfram. Mikilvægt væri að gera nýja samninga til að taka við af þeim sem runnu út í nóvember. „Það er bara mjög ánægjulegt að ná að skrifa undir kjarasamninga og reyna að komast áfram í þessu,“ segir Kristján. „Nú er það þannig að við eigum eftir að klára fleiri kjarasamninga í orkugeiranum og síðan við ríki og sveitarfélög, mér telst til að það séu einhverjir sjö átta kjarasamningar eftir hjá Rafiðnaðarsambandinu eins og staðan er núna,“ segir hann enn fremur. Félagsmenn eiga eftir að greiða atkvæði um samningana en hann bindur vonir við að þeir verði samþykktir. Þá er hann vongóður um aðra samninga en þó einhverjar viðræður séu komnar skemmra á veg en aðrar séu þær alla vega komnar á skrið og bráðum verði hægt að hefja viðræður um langtímasamninga. „Þá er það næsta verkefni þegar það er búið að klára þessa kjarasamninga sem að út af standa, það er að hefja viðræður um næstu samninga, sem verða vonandi lengri samningar,“ segir Kristján.
Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir RSÍ og VM sömdu einnig við Orkuveituna Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður í dag. 20. mars 2023 17:52 „Það þarf eitthvað til að höggva á hnútinn“ Engin lausn virðist í sjónmáli í kjaraviðræðum Rafiðnaðarsambandsins og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur, að sögn formanns Rafiðnaðarsambandsins. Viðræður við önnur orkufyrirtæki gangi einnig hægt sem hægi á allri vinnu við langtímasamninga. Eitthvað þurfi til að höggva hnútinn og eru verkfallsaðgerðir ekki úr myndinni. 18. mars 2023 19:34 Segir kjaraviðræður við OR hafa siglt í strand Samninganefnd VM og RSÍ segir að kjaraviðræður við Orkuveitu Reykjavíkur hafi siglt í strand. Lýst er yfir vonbrigðum með það sem samninganefndin lýsir sem óbilgjarnri og einstrengingslegri afstöðu OR í viðræðunum. 16. mars 2023 14:58 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Sjá meira
RSÍ og VM sömdu einnig við Orkuveituna Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður í dag. 20. mars 2023 17:52
„Það þarf eitthvað til að höggva á hnútinn“ Engin lausn virðist í sjónmáli í kjaraviðræðum Rafiðnaðarsambandsins og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur, að sögn formanns Rafiðnaðarsambandsins. Viðræður við önnur orkufyrirtæki gangi einnig hægt sem hægi á allri vinnu við langtímasamninga. Eitthvað þurfi til að höggva hnútinn og eru verkfallsaðgerðir ekki úr myndinni. 18. mars 2023 19:34
Segir kjaraviðræður við OR hafa siglt í strand Samninganefnd VM og RSÍ segir að kjaraviðræður við Orkuveitu Reykjavíkur hafi siglt í strand. Lýst er yfir vonbrigðum með það sem samninganefndin lýsir sem óbilgjarnri og einstrengingslegri afstöðu OR í viðræðunum. 16. mars 2023 14:58