Innlent

Bein út­sending: Ís­land 2040 – ný hugsun í breyttum heimi

Atli Ísleifsson skrifar
 Fundurinn fer fram milli 13 og 15 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi.
Fundurinn fer fram milli 13 og 15 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. Grænvangur

„Ísland 2040 – ný hugsun í breyttum heimi“ er yfirskrift ársfundar Grænvangs sem fram fer í dag.

Á fundinum er ætlunin að horfa til ársins 2040 og sjá fyrir sér áfangastaðinn kolefnishlutlaust Ísland. Hvaða áhrif það muni hafa á samfélag, umhverfi og atvinnulíf.

Fundurinn fer fram milli 13 og 15 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan.

Sérstakur gestur verður Finn Mortensen, framkvæmdastjóri State of Green í Danmörku. Hann muni leggja línurnar að fundinum með erindi um hvernig stjórnvöld og atvinnulíf hafi mótað sýn um kolefnishlutlausa Danmörk og lykillausnir.

„State of Green hefur verið leiðandi afl í að vekja athygli á framlagi Danmerkur í loftslagsmálum og tækifærum þar í landi og er því mikilli visku að miðla þaðan,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×