Fjögur innbrot og eignaspjöll Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2023 06:23 Lögregla sat ekki auðum höndum í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og nótt en henni bárust meðal annars fjórar tilkynningar um þjófnað úr verslunum auk tilkynninga um íkveikju og eignaspjöll. Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í miðborginni um klukkan 17 og aðstoðar óskað vegna þjófnaðar úr verslun í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan 22 en þar hafði fjármunum verið stolið úr peningakassa. Um klukkan 1 var svo tilkynnt um innbrot í verslun í póstnúmerinu 111 og klukkan 2.30 um innbrot í verslun í Kópavogi. Þar hafði gler verið brotið í bílalúgu og peningakassa og posa stolið. Lögregla handtók einstakling í tengslum við málið stuttu síðar og reyndist hann vera með þýfið úr innbrotinu. Var hann vistaður í fangageymslu. Tvær tilkynningar bárust um eignaspjöll í Kópavogi en í öðru tilvikinu höfðu nokkrir einstaklingar skemmt rúður í bifreið með því að berja í þær með einhverju sem vitni sagðist líkjast hafnaboltakylfu. Þá var tilkynnt um íkveikju í póstnúmerinu 112, þar sem kveikt var í gömlum ísskáp og hjólbörum. Engin hætta skapaðist vegna brunans. Rétt fyrir klukkan 2 í nótt barst lögreglu ósk um aðstoð vegna slyss í Garðabæ en þar hafði einstaklingur fallið og hlotið opið beinbrot á hendi. Var hann fluttur með sjúkrabíl á Landspítala. Annar var fluttur á Landspítala eftir hjólreiðaslys í Árbæ. Einn var handtekinn á bar í póstnúmerinu 108 fyrir að ógna gestum og starfsmönnum með eggvopni og annar í póstnúmerinu 104 grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna, árekstur, að stinga af og nytjastuld ökutækis. Viðkomandi virðist hafa stolið bifreið og ekið á tvær aðrar. Nokkrir aðrir voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í miðborginni um klukkan 17 og aðstoðar óskað vegna þjófnaðar úr verslun í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan 22 en þar hafði fjármunum verið stolið úr peningakassa. Um klukkan 1 var svo tilkynnt um innbrot í verslun í póstnúmerinu 111 og klukkan 2.30 um innbrot í verslun í Kópavogi. Þar hafði gler verið brotið í bílalúgu og peningakassa og posa stolið. Lögregla handtók einstakling í tengslum við málið stuttu síðar og reyndist hann vera með þýfið úr innbrotinu. Var hann vistaður í fangageymslu. Tvær tilkynningar bárust um eignaspjöll í Kópavogi en í öðru tilvikinu höfðu nokkrir einstaklingar skemmt rúður í bifreið með því að berja í þær með einhverju sem vitni sagðist líkjast hafnaboltakylfu. Þá var tilkynnt um íkveikju í póstnúmerinu 112, þar sem kveikt var í gömlum ísskáp og hjólbörum. Engin hætta skapaðist vegna brunans. Rétt fyrir klukkan 2 í nótt barst lögreglu ósk um aðstoð vegna slyss í Garðabæ en þar hafði einstaklingur fallið og hlotið opið beinbrot á hendi. Var hann fluttur með sjúkrabíl á Landspítala. Annar var fluttur á Landspítala eftir hjólreiðaslys í Árbæ. Einn var handtekinn á bar í póstnúmerinu 108 fyrir að ógna gestum og starfsmönnum með eggvopni og annar í póstnúmerinu 104 grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna, árekstur, að stinga af og nytjastuld ökutækis. Viðkomandi virðist hafa stolið bifreið og ekið á tvær aðrar. Nokkrir aðrir voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira