„Hún upplifir tvö fyrstu árin án faðmlaga og ástúðar“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 22. mars 2023 07:30 Vísir/Vilhelm „Ég og mamma erum einhvern veginn að ná að fara í gegnum þessa sögu núna. Við erum í smá ferli, við erum að hittast og ég er að taka viðtöl við hana,“ segir tónlistarmaðurinn og leikarinn Björn Stefánsson í nýjasta þætti Einkalífsins. Kafar í sögu foreldra sinna Í þættinum talar Björn, eða Bjössi eins og hann er oftast kallaður, meðal annars um æskuárin, rokkaraferilinn með Mínus og leikaradrauminn sem blundaði í honum frá unga aldri. Á fullorðinsárum hefur hann fundið mikla þörf hjá sér í að sökkva sér í sögu beggja foreldra sinna, bæði til að öðlast skilning á sinni sögu og þeirra lífi. Bæði hafi þau alist upp við aftengingu við foreldra sína í æsku en þó svo að saga þeirra tveggja sé ólík eru þær einstaklega áhugaverðar. „Svo hittast pabbi minn og hún, þessir tveir vængslitnu fuglar“ Viðtalið við Bjössa í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan: Móðir Bjössa eyddi fyrstu tveimur árum lífs síns á munaðarleysingjahæli í Kaupmannahöfn en móðir hennar, amma Bjössa, gaf hana frá sér. „Hún upplifir tvö fyrstu árin án faðmlaga og ástúðar,“ segir Bjössi og viðurkennir að upplifa ákveðna sorg að hugsa til móður sinnar í þessum aðstæðum sem barn. Hann minnist þess að hafa heyrt talað um það að þegar móðir hans var lítil hafi hún alltaf rétt út hendurnar og viljað láta taka sig upp þegar hún sá hjúkkur, eða fólk í hvítum sloppum. Þetta var það eina sem hún þekkti. Faðir Bjössa upplifði einnig rof við sína móður sem var fræg djasssöngkona þegar hann kom í heiminn. Fyrir nokkrum árum ákvað Bjössi sjálfur að hitta ömmu sína og taka við hana viðtal og heyra hennar sögu sem er einstaklega merkileg. Það kemur svo upp úr dúrnum að þegar pabbi deyr, löngu eftir að pabbi deyr, að hún (amma) rangfeðraði hann. Tengdist föður sínum í gegnum vinskap við Ragga Bjarna Faðir Bjössa, trommarinn Stefán, lést þegar Bjössi var aðeins tólf ára og var samband þeirra feðga mjög náið. Einn besti vinur föður hans var söngvarinn Raggi Bjarna og var það Bjössa því mikil gæfa að hreppa hlutverk í söngleiknum um Ellý sem sýndur var í hátt í þrjú ár fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu. Raggi Bjarna kemur þarna, hvert einasta kvöld. Alltaf að tala um pabba minn og alltaf að segja mér sömu sögurnar um pabba og ég lét auðvitað bara eins og ég væri að heyra söguna í fyrsta skipti, segir Bjössi og brosir. Hann segir Ragga iðulega hafa kallað sig Stebba, án þess að gera sér þó alltaf grein fyrir því og augljóst að tengingin á milli þeirra hafi verið þeim báðum mjög dýrmæt. „Ég leiðrétti hann aldrei því mér fannst þetta svo fallegt.“ Það voru meira að segja sögusagnir um það að þeir væru mögulega bræður en það er önnur saga, ég ætla ekkert að fara lengra ofan í það núna. segir Bjössi dulur. Í viðtalinu sem nálgast má í heild sinni í greinninni hér að ofan talar Bjössi meðal annars um ævintýrið með hljómsveitinni Mínus, fjölskyldusöguna sem á hug hans allan, fantasíuheiminn og kynni sín af Pierce nokkrum Brosnan svo eitthvað sé nefnt. Einkalífið Tónlist Leikhús Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Sjá meira
Kafar í sögu foreldra sinna Í þættinum talar Björn, eða Bjössi eins og hann er oftast kallaður, meðal annars um æskuárin, rokkaraferilinn með Mínus og leikaradrauminn sem blundaði í honum frá unga aldri. Á fullorðinsárum hefur hann fundið mikla þörf hjá sér í að sökkva sér í sögu beggja foreldra sinna, bæði til að öðlast skilning á sinni sögu og þeirra lífi. Bæði hafi þau alist upp við aftengingu við foreldra sína í æsku en þó svo að saga þeirra tveggja sé ólík eru þær einstaklega áhugaverðar. „Svo hittast pabbi minn og hún, þessir tveir vængslitnu fuglar“ Viðtalið við Bjössa í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan: Móðir Bjössa eyddi fyrstu tveimur árum lífs síns á munaðarleysingjahæli í Kaupmannahöfn en móðir hennar, amma Bjössa, gaf hana frá sér. „Hún upplifir tvö fyrstu árin án faðmlaga og ástúðar,“ segir Bjössi og viðurkennir að upplifa ákveðna sorg að hugsa til móður sinnar í þessum aðstæðum sem barn. Hann minnist þess að hafa heyrt talað um það að þegar móðir hans var lítil hafi hún alltaf rétt út hendurnar og viljað láta taka sig upp þegar hún sá hjúkkur, eða fólk í hvítum sloppum. Þetta var það eina sem hún þekkti. Faðir Bjössa upplifði einnig rof við sína móður sem var fræg djasssöngkona þegar hann kom í heiminn. Fyrir nokkrum árum ákvað Bjössi sjálfur að hitta ömmu sína og taka við hana viðtal og heyra hennar sögu sem er einstaklega merkileg. Það kemur svo upp úr dúrnum að þegar pabbi deyr, löngu eftir að pabbi deyr, að hún (amma) rangfeðraði hann. Tengdist föður sínum í gegnum vinskap við Ragga Bjarna Faðir Bjössa, trommarinn Stefán, lést þegar Bjössi var aðeins tólf ára og var samband þeirra feðga mjög náið. Einn besti vinur föður hans var söngvarinn Raggi Bjarna og var það Bjössa því mikil gæfa að hreppa hlutverk í söngleiknum um Ellý sem sýndur var í hátt í þrjú ár fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu. Raggi Bjarna kemur þarna, hvert einasta kvöld. Alltaf að tala um pabba minn og alltaf að segja mér sömu sögurnar um pabba og ég lét auðvitað bara eins og ég væri að heyra söguna í fyrsta skipti, segir Bjössi og brosir. Hann segir Ragga iðulega hafa kallað sig Stebba, án þess að gera sér þó alltaf grein fyrir því og augljóst að tengingin á milli þeirra hafi verið þeim báðum mjög dýrmæt. „Ég leiðrétti hann aldrei því mér fannst þetta svo fallegt.“ Það voru meira að segja sögusagnir um það að þeir væru mögulega bræður en það er önnur saga, ég ætla ekkert að fara lengra ofan í það núna. segir Bjössi dulur. Í viðtalinu sem nálgast má í heild sinni í greinninni hér að ofan talar Bjössi meðal annars um ævintýrið með hljómsveitinni Mínus, fjölskyldusöguna sem á hug hans allan, fantasíuheiminn og kynni sín af Pierce nokkrum Brosnan svo eitthvað sé nefnt.
Einkalífið Tónlist Leikhús Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Sjá meira