Því var hann vistaður í fangaklefa í nótt.
Lögreglan handtók einn mann í Hafnarfirði eftir að tilkynning barst um húsbrot og líkamsárása. Þá var rúða brotin á öðru heimili í Hafnarfirði í nótt.
Þá barst tilkynning um líkamsárás í miðbænum í nótt þar sem maður sagðist vera sleginn. Einnig voru afskipti höfð af manni sem neitaði að yfirgefa veitingastað en hann var óviðræðuhæfur vegna ölvunar og vistaður í fangaklefa.
Lögreglunni barst einnig tilkynning um slagsmál á veitingastað í Laugardalnum.
Í dagbók lögreglu kemur fram að nokkuð var um að ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.