Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Telma Tómasson les fréttir klukkan 18:30.
Telma Tómasson les fréttir klukkan 18:30. Stöð 2

Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladímír Pútín Rússlandsforseta, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu og vegna þess fjölda úkraínskra barna sem fluttur hefur verið með ólögmætum hætti frá Úkraínu. Við fjöllum um málið í beinni útsendingu.

Framkvæmdastjóri Frigusar segir dóm í Lindarhvolsmálinu koma gríðarlega á óvart og vera vonbrigði. Íslenska ríkið og Lindarhvoll voru í dag sýknuð af kröfum félagsins vegna sölu á eignarhaldsfélaginu Klakka.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra þurfti að þola frammíköll frá landsfundargesti á meðan á stefnuræðu hennar stóð en landsfundur Vinstri grænna fer nú fram á Akureyri í skugga úrsagna hátt í þrjátíu VG liða vegna samþykktar umdeilds útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra.

Þá verðum við verðum í beinni útsendingu frá hlustendaverðlaunum og kíkjum á dag heilags Patreks sem haldinn er hátíðlegur um allan heim.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu klukkan 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.