Skilur ekki hvernig Persónuvernd komst að niðurstöðunni Bjarki Sigurðsson skrifar 16. mars 2023 18:36 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, stóð í stafni í baráttunni við Covid-19. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir úrskurð Persónuverndar sem héraðsdómur felldi úr gildi í dag vera furðulegan. Fyrirtækið hafi einungis verið að sinna því verkefni sem sóttvarnalæknir fól þeim. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi ákvörðun Persónuverndar um að Íslensk erfðagreining hafi brotið persónuverndarlög í þremur málum sem sneru að notkun blóðsýna sjúklinga með Covid-19. Málið snýr að skimun Erfðagreiningar eftir mótefni gegn kórónuveirunni í blóði slembiúrtaks úr þjóðinni. Persónuvernd setti spurningarmerki við framkvæmdina og dró í efa að sýnatakan hefði verið í þágu sóttvarna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við fréttastofu að honum hafi þótt úrskurður Persónuverndar vera furðulegur og segir málið vera í alla staði óheppilegt. „Sóttvarnaryfirvöld fá okkur til að vinna fyrir sig. Við hættum að vinna okkar daglegu vinnu og fórum að sinna sóttvörnum í landinu. Gerðum ekki annað en það sem sóttvarnarlæknir bað okkur að gera og lagði blessun sína yfir. Samkvæmt lögum ber honum skylda að gera það sem það gerði,“ segir Kári. Talin vera vinna að vísindarannsókn Persónuvernd hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að Íslensk erfðagreining hafi ekki verið að aðstoða sóttvarnalækni heldur að laumast í að vinna einhvers konar vísindarannsókn. „Að þeirri niðurstöðu komst Persónuvernd þrátt fyrir að sóttvarnalæknir hafi sagt að við höfum verið að sinna sóttvörnum og engu öðru. Þannig að ég held að það sé stóra spurningin. Hvernig í ósköpunum gat Persónuvernd komist að þessari niðurstöðu,“ segir Kári. Flestir hjá Persónuvernd afar hæfir og góðir Vill hann meina að úrskurður Persónuverndar grafi dálítið undan trausti manna af stofnuninni. Það sé ekki gott þar sem Persónuvernd hefur mikilvægu hlutverki að gegna í íslensku samfélagi. „Hlutverki sem er oft óvinsælt. Erfitt að sannfæra menn um að það sé alltaf samfélaginu fyrir bestu að trúa af miklum krafti á persónuvernd. Með því að ákvarða á þennan hátt, sem gengur gegn öllum skilningi á því sem er að gerast, gengur gegn lögum og öllu slíku, þá er hætta á því að stofnunin sé að grafa undan trausti á sjálfri sér. Það er ekki eðlilegt,“ segir Kári. Vill hann leggja áherslu á að hjá Persónuvernd starfi fullt af afskaplega hæfu, góðu og fínu starfsfólki. Samskipti Íslenskrar erfðagreiningar við Persónuvernd hafi, með undantekningum, verið mjög góð. Dómsmál Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi ákvörðun Persónuverndar um að Íslensk erfðagreining hafi brotið persónuverndarlög í þremur málum sem sneru að notkun blóðsýna sjúklinga með Covid-19. Málið snýr að skimun Erfðagreiningar eftir mótefni gegn kórónuveirunni í blóði slembiúrtaks úr þjóðinni. Persónuvernd setti spurningarmerki við framkvæmdina og dró í efa að sýnatakan hefði verið í þágu sóttvarna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við fréttastofu að honum hafi þótt úrskurður Persónuverndar vera furðulegur og segir málið vera í alla staði óheppilegt. „Sóttvarnaryfirvöld fá okkur til að vinna fyrir sig. Við hættum að vinna okkar daglegu vinnu og fórum að sinna sóttvörnum í landinu. Gerðum ekki annað en það sem sóttvarnarlæknir bað okkur að gera og lagði blessun sína yfir. Samkvæmt lögum ber honum skylda að gera það sem það gerði,“ segir Kári. Talin vera vinna að vísindarannsókn Persónuvernd hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að Íslensk erfðagreining hafi ekki verið að aðstoða sóttvarnalækni heldur að laumast í að vinna einhvers konar vísindarannsókn. „Að þeirri niðurstöðu komst Persónuvernd þrátt fyrir að sóttvarnalæknir hafi sagt að við höfum verið að sinna sóttvörnum og engu öðru. Þannig að ég held að það sé stóra spurningin. Hvernig í ósköpunum gat Persónuvernd komist að þessari niðurstöðu,“ segir Kári. Flestir hjá Persónuvernd afar hæfir og góðir Vill hann meina að úrskurður Persónuverndar grafi dálítið undan trausti manna af stofnuninni. Það sé ekki gott þar sem Persónuvernd hefur mikilvægu hlutverki að gegna í íslensku samfélagi. „Hlutverki sem er oft óvinsælt. Erfitt að sannfæra menn um að það sé alltaf samfélaginu fyrir bestu að trúa af miklum krafti á persónuvernd. Með því að ákvarða á þennan hátt, sem gengur gegn öllum skilningi á því sem er að gerast, gengur gegn lögum og öllu slíku, þá er hætta á því að stofnunin sé að grafa undan trausti á sjálfri sér. Það er ekki eðlilegt,“ segir Kári. Vill hann leggja áherslu á að hjá Persónuvernd starfi fullt af afskaplega hæfu, góðu og fínu starfsfólki. Samskipti Íslenskrar erfðagreiningar við Persónuvernd hafi, með undantekningum, verið mjög góð.
Dómsmál Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent