Enn aukast flækjur Lindarhvolsmálsins á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2023 21:01 Birgir Ármannsson forseti Alþingis hefur neitað að gera greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol opinbera. Vísir/Vilhelm Þingmenn eru enn að vandræðast með hvort opinbera eigi greinargerð frá fyrrverandi settum ríkisendurskoðanda um eignarhaldsfélag ríkisins utan um eignir sem það leysti til sín eftir hrun bankanna. Málið verður furðulegra með hverjum deginum sem líður Lindarhvoll var félag sem stofnað var utan um eignir sem ríkið leysti til sín þegar bankarnir urðu gjaldþrota eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar og hafa þingmenn og fleiri viljað fá nánari upplýsingar um hvernig að því var staðið. Fyrir liggja greinargerð og síðan skýrsla frá tveimur ríkisendurskoðendum um málið. Seðlabankinn hélt utan um eignarhaldsfélagið Lindarhvol fyrir hönd ríkisins sem tók til sín eignir frá föllnu bönkunum eftir hrun.Grafík/Hjalti Þingmenn meirihlutans í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vilja að Sigurður Þórðarson fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi verði kallaður til opins fundar hjá nefndinni til að ræða við hann um málefni Lindarhvols. Hann skilaði greinargerð til Alþingis um málið sem forseti þingsins vill ekki að verði birt. Þingmenn sem vilja að hún verði birt segja erfitt að ræða málið ef ekki megi birta greinargerðina. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd fundaði um þessa óvenjulegu flækju í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður nefndarinnar og þingmaður Samfylkingarinnar gerir ráð fyrir að fyrrverandi settur, fyrrverandi skipaður og núverandi ríkisendurskoðandi komi allir fyrir nefndina. Ekki væri hins vegar víst að þingsköp leyfðu að fyrrverandi embættismaður væri kallaður á opinn fund nefndarinnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir vafamál hvort kalla megi fyrrverandi embættismann til opins fundar.Stöð 2/Arnar „Þetta er lagaþræta af bestu gerð. En við ætlum að biðja skrifstofu Alþingis að hjálpa okkur að skera úr um það,“ segir Þórunn. Greinargerðin umdeilda er í læstum skáp og geta þingmenn lesið hana í lokuðu herbergi án þess að taka með sér skriffæri, síma eða myndavélar. Þingmenn sem vilja birta greinargerðina segja erfitt að ræða við höfund greinargerðar á opnum nefndarfundi ef ekki megi vitna í hana. Um hvað á hann að tala á þeim fundi og ef hann talar um þessa greinargerð er þá einhver ástæða til að hún sé læst inn í skáp öllu lengur? „Það finnst mér ekki. Um það er meirihlutinn ósammála okkur í minnihlutanum. Að sjálfsögðu á að birta greinargerðina. Eins og forsætisnefnd hafði ákveðið að gera fyrir næstum ári. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig sá fundur verður. Hvort að fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi ætlar þá að segja okkur hvað er í henni eða ekki. Það varpar hins vegar ljósi á það hversu fáránleg þessi staða er í rauninni,“ segir formaður nefndarinnar. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir hreinlegast að birta greinargerðina og telur meirihluta þingmanna styðja það.Stöð 2/Arnar Fleiri nefndarmenn annarra flokka í minnihlutanum taka undir þetta. Sigmar Guðmundsson fulltrúi Viðreisnar í nefndinni segist ekki sjá hvernig Sigurður Þórðarson fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi geti rætt innihald greinargerðar sem ekki megi birta. Til að ræða Lindarhvolsmálið þurfi þingmenn einnig að geta rætt vinnu Sigurðar. „Ég held að það sé þannig að meirihluti þingmanna vilji að greinargerðin verði birt. Að forseti fari bara ofur einfaldlega eftir þeim lögfræðiálitum og fari eftir skýrum og einbeittum vilja setts ríkisendurskoðanda um að greinargerðin verði birt og þetta verði rætt fyrir opnum tjöldum,“ segir Sigmar. Þórunn segir að nú verði beðið álits skrifstofu Alþingis um heimildir í þingsköpum til að kalla fyrrverandi embættismenn til opins fundar. Getur eitt mál orðið mikið fáránlegra? „Ég held varla,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir. Alþingi Íslenskir bankar Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Kalla settan ríkisendurskoðanda á fund um Lindarhvol: „Mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur ákveðið að boða settan ríkisendurskoðanda á opinn fund um Lindarhvolsmálið. Þingmaður Pírata velti því upp hvort sá fundur yrði „mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ og sakaði meirihlutann um sýndarmennsku. Stjórnarliðar sögðu ekkert óeðlilegt við að boðað hafi verið til fundar, þó ekki megi birta greinargerð um málið. 15. mars 2023 18:08 Mögulegt að greinargerð um Lindarhvol verði aldrei birt Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína. 13. mars 2023 22:22 Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37 Synjun birtingar þrengi verulega að möguleikum þingmanna til eftirlits Þingmaður Viðreisnar segir synjun birtingar á greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol setja þingmenn í erfiða stöðu og hafa þrengt að möguleikum þeirra til að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu líkt og þeim ber að gera. 8. mars 2023 15:20 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsrækt World Class í Laugum rýmd vegna eldsvoða Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Lindarhvoll var félag sem stofnað var utan um eignir sem ríkið leysti til sín þegar bankarnir urðu gjaldþrota eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar og hafa þingmenn og fleiri viljað fá nánari upplýsingar um hvernig að því var staðið. Fyrir liggja greinargerð og síðan skýrsla frá tveimur ríkisendurskoðendum um málið. Seðlabankinn hélt utan um eignarhaldsfélagið Lindarhvol fyrir hönd ríkisins sem tók til sín eignir frá föllnu bönkunum eftir hrun.Grafík/Hjalti Þingmenn meirihlutans í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vilja að Sigurður Þórðarson fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi verði kallaður til opins fundar hjá nefndinni til að ræða við hann um málefni Lindarhvols. Hann skilaði greinargerð til Alþingis um málið sem forseti þingsins vill ekki að verði birt. Þingmenn sem vilja að hún verði birt segja erfitt að ræða málið ef ekki megi birta greinargerðina. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd fundaði um þessa óvenjulegu flækju í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður nefndarinnar og þingmaður Samfylkingarinnar gerir ráð fyrir að fyrrverandi settur, fyrrverandi skipaður og núverandi ríkisendurskoðandi komi allir fyrir nefndina. Ekki væri hins vegar víst að þingsköp leyfðu að fyrrverandi embættismaður væri kallaður á opinn fund nefndarinnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir vafamál hvort kalla megi fyrrverandi embættismann til opins fundar.Stöð 2/Arnar „Þetta er lagaþræta af bestu gerð. En við ætlum að biðja skrifstofu Alþingis að hjálpa okkur að skera úr um það,“ segir Þórunn. Greinargerðin umdeilda er í læstum skáp og geta þingmenn lesið hana í lokuðu herbergi án þess að taka með sér skriffæri, síma eða myndavélar. Þingmenn sem vilja birta greinargerðina segja erfitt að ræða við höfund greinargerðar á opnum nefndarfundi ef ekki megi vitna í hana. Um hvað á hann að tala á þeim fundi og ef hann talar um þessa greinargerð er þá einhver ástæða til að hún sé læst inn í skáp öllu lengur? „Það finnst mér ekki. Um það er meirihlutinn ósammála okkur í minnihlutanum. Að sjálfsögðu á að birta greinargerðina. Eins og forsætisnefnd hafði ákveðið að gera fyrir næstum ári. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig sá fundur verður. Hvort að fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi ætlar þá að segja okkur hvað er í henni eða ekki. Það varpar hins vegar ljósi á það hversu fáránleg þessi staða er í rauninni,“ segir formaður nefndarinnar. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir hreinlegast að birta greinargerðina og telur meirihluta þingmanna styðja það.Stöð 2/Arnar Fleiri nefndarmenn annarra flokka í minnihlutanum taka undir þetta. Sigmar Guðmundsson fulltrúi Viðreisnar í nefndinni segist ekki sjá hvernig Sigurður Þórðarson fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi geti rætt innihald greinargerðar sem ekki megi birta. Til að ræða Lindarhvolsmálið þurfi þingmenn einnig að geta rætt vinnu Sigurðar. „Ég held að það sé þannig að meirihluti þingmanna vilji að greinargerðin verði birt. Að forseti fari bara ofur einfaldlega eftir þeim lögfræðiálitum og fari eftir skýrum og einbeittum vilja setts ríkisendurskoðanda um að greinargerðin verði birt og þetta verði rætt fyrir opnum tjöldum,“ segir Sigmar. Þórunn segir að nú verði beðið álits skrifstofu Alþingis um heimildir í þingsköpum til að kalla fyrrverandi embættismenn til opins fundar. Getur eitt mál orðið mikið fáránlegra? „Ég held varla,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Alþingi Íslenskir bankar Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Kalla settan ríkisendurskoðanda á fund um Lindarhvol: „Mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur ákveðið að boða settan ríkisendurskoðanda á opinn fund um Lindarhvolsmálið. Þingmaður Pírata velti því upp hvort sá fundur yrði „mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ og sakaði meirihlutann um sýndarmennsku. Stjórnarliðar sögðu ekkert óeðlilegt við að boðað hafi verið til fundar, þó ekki megi birta greinargerð um málið. 15. mars 2023 18:08 Mögulegt að greinargerð um Lindarhvol verði aldrei birt Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína. 13. mars 2023 22:22 Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37 Synjun birtingar þrengi verulega að möguleikum þingmanna til eftirlits Þingmaður Viðreisnar segir synjun birtingar á greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol setja þingmenn í erfiða stöðu og hafa þrengt að möguleikum þeirra til að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu líkt og þeim ber að gera. 8. mars 2023 15:20 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsrækt World Class í Laugum rýmd vegna eldsvoða Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Kalla settan ríkisendurskoðanda á fund um Lindarhvol: „Mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur ákveðið að boða settan ríkisendurskoðanda á opinn fund um Lindarhvolsmálið. Þingmaður Pírata velti því upp hvort sá fundur yrði „mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ og sakaði meirihlutann um sýndarmennsku. Stjórnarliðar sögðu ekkert óeðlilegt við að boðað hafi verið til fundar, þó ekki megi birta greinargerð um málið. 15. mars 2023 18:08
Mögulegt að greinargerð um Lindarhvol verði aldrei birt Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína. 13. mars 2023 22:22
Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37
Synjun birtingar þrengi verulega að möguleikum þingmanna til eftirlits Þingmaður Viðreisnar segir synjun birtingar á greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol setja þingmenn í erfiða stöðu og hafa þrengt að möguleikum þeirra til að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu líkt og þeim ber að gera. 8. mars 2023 15:20
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent