Innlent

Barist um tvö embætti í VG

Máni Snær Þorláksson skrifar
Frá vinstri Jana Salóme, Sigríður Gísladóttir, Steinar Harðarson og Líf Magneudóttir.
Frá vinstri Jana Salóme, Sigríður Gísladóttir, Steinar Harðarson og Líf Magneudóttir. Aðsend

Barist verður um tvö embætti á landsfundi Vinstri grænna sem hefst í Hofi á Akureyri á morgun. Ekki hafa borist framboð til formanns og varaformanns. Á fundinum verður einnig kosnir fjörtíu fulltrúar í flokksráð.

Þær Jana Salóme Ingibjargar og Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, og Sigríður Gísladóttir, dýralæknir á Ísafirði og formaður VG á Vestfjörðum, munu kljást um að verða ritarar flokksins.

Líf Magneudóttir borgarfulltrúi og Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi og athafnastjóri, vilja svo bæði verða gjaldkerar í stjórn flokksins.

Að öllu óbreyttu verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra áfram formaður flokksins þar sem ekki hefur borist neitt mótframboð í það embætti. Sömu sögu er að segja um varaformannsembættið en í því situr Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra.

Enn getur fólk þó boðið sig fram því framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en annað kvöld að loknum almennum stjórnmálaumræðum. Á landsfundinum verða einnig kosnir fjörtíu fulltrúar í flokksráð og tíu til vara. Framboðsfrestur í flokksráðið rennur út á laugardag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×