Svipti sálfræðing starfsleyfi sem gaf út marklausar ADHD-greiningar Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2023 21:09 Sálfræðingurinn kærði ákvörðun landlæknis um að svipta hann starfsleyfi til heilbrigðisráðuneytisins en hlaut ekki náð fyrir augum þess. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið staðfesti ákvörðun landlæknis um að svipta sálfræðing sem skrifaði upp á ADHD-greiningar sem hvergi voru teknar gildar og gaf sjúklingum lyf án lyfseðils starfsleyfi sínu. Sálfræðingurinn braut lög og er talinn óhæfur til að gegna starfi sínu. Fjöldi fólks kvartaði undan vinnubrögðum Jóns Sigurðar Karlssonar, sálfræðings á áttræðisaldri, til embættis landlæknis. Hann hefði meðal annars skrifað upp á ADHD-greiningar sem fengjust hvergi viðurkenndar og jafnvel látið sjúklinga fá lyf án lyfseðils. Fréttastofa sagði frá því í nóvember að Jón Sigurður sætti lögreglurannsókn og að húsleit hefði verið gerð á heimili hans vegna hennar. Ófær vegna skorts á faglegri hæfni Jón Sigurður var í ákvörðun landlæknis um að svipta hann starfsleyfi í maí í fyrra sagður hafa sýnt af sér alvarlega vanþekkingu á heimildum sínum og skyldum sem heilbrigðisstarfsmaður og skort á faglegum starfsháttum sem ógnaði öryggi sjúklinga. Var vísað til þess að hann hefði að minnsta kosti einu sinni afhent sjúklingi eftirritunarskylt lyf, gert ADHD-greiningar sem fengjust ekki viðurkenndar, brotið þagnarskyldu við sjúkling, sýnt af sér vanrækslu við færslu sjúkraskrár og rekið starfsstofu án heimildar. Jón Sigurður kærði ákvörðunina í ágúst. Kæran byggði meðal annars á því að landlæknisembættið hefði verið búið að ákveða fyrirfram að hann hefði brotið af sér. Ákvörðun landlæknis væri honum afar íþyngjandi þar sem hann hefði ekki aðeins glatað atvinnu- og framfærslugrundvelli sínum heldur verið sviptur mannorði sínu og starfsheiðri. Heilbrigðisráðuneytið taldi að ákvörðun landlæknis að svipta Jón Sigurð starfsleyfinu án áminningar hafi hvorki falið í sér brot gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga né hafi rökstuðningi þess verið ábótavant. Því staðfesti ráðuneytið ákvörðunina um að svipta sálfræðinginn starfsleyfinu enda hafi hann verið ófær um að gegna starfi sínu með forsvaranlegum hætti vegna skorts á faglegri hæfni. Auk þess hefði hann sýnt af sér alvarlegt hirðuleysi í störfum sínum og atferli sem fór í bága við lög. Ríkisútvarpið sagði fyrst frá niðurstöðu ráðuneytisins. Ræddi um meðferð konu við vinkonu hennar Embætti landlæknis hóf rannsókn á starfsháttum Jóns Sigurðar eftir að heilsugæslulæknir benti því á að sálfræðingurinn hefði afhent sjúklingi pilluspjald með ADHD-lyfi. Í kjölfarið bárust embættinu fleiri kvartanir og ábendingar frá sjúklingum. Á meðal þess sem embættið fékk ábendingu um var að Jón Sigurður væri í samvinnu við portúgalskan geðlækni og að hann setti upp myndviðtal við hann fyrir sjúklinga sína. Portúgalski læknirinn skrifaði upp á lyfseðla sem sjúklingunum hafi verið sagt að þeir gætu notað, að því er rakið er í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins. Þá var Jón Sigurður sakaður um að villa á sér heimildir með því að nota lén fyrirtækis á greinargerðir sínar vegna ADHD-greiningar. Þá kom í ljós að hann starfaði án starfsleyfis þar sem hann honum var óheimilt að reka starfsstofu eftir að hann náði 75 ára aldri án sérstaks leyfis frá embætti landlæknis. Í einni kvörtun kom fram að Jón Sigurður hefði ítrekað brotið trúnað við sjúkling með því að ræða við konu um vinkonu hennar sem hann hafði einnig til meðferðar vegna ADHD. Hann hélt því áfram jafnvel eftir að þær báðu hann um að hætta því. Hann hafði einnig milligöngu um að koma annarri konunni í samband við geðlækni í Danmörku sem sendi henni fyrsta skammtinn af lyfjum með flutningsþjónustu. Í framhaldinu þyrfti konan líklega að fara til Danmerkur á þriggja mánaða fresti að sækja lyfin sín. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lögreglumál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
Fjöldi fólks kvartaði undan vinnubrögðum Jóns Sigurðar Karlssonar, sálfræðings á áttræðisaldri, til embættis landlæknis. Hann hefði meðal annars skrifað upp á ADHD-greiningar sem fengjust hvergi viðurkenndar og jafnvel látið sjúklinga fá lyf án lyfseðils. Fréttastofa sagði frá því í nóvember að Jón Sigurður sætti lögreglurannsókn og að húsleit hefði verið gerð á heimili hans vegna hennar. Ófær vegna skorts á faglegri hæfni Jón Sigurður var í ákvörðun landlæknis um að svipta hann starfsleyfi í maí í fyrra sagður hafa sýnt af sér alvarlega vanþekkingu á heimildum sínum og skyldum sem heilbrigðisstarfsmaður og skort á faglegum starfsháttum sem ógnaði öryggi sjúklinga. Var vísað til þess að hann hefði að minnsta kosti einu sinni afhent sjúklingi eftirritunarskylt lyf, gert ADHD-greiningar sem fengjust ekki viðurkenndar, brotið þagnarskyldu við sjúkling, sýnt af sér vanrækslu við færslu sjúkraskrár og rekið starfsstofu án heimildar. Jón Sigurður kærði ákvörðunina í ágúst. Kæran byggði meðal annars á því að landlæknisembættið hefði verið búið að ákveða fyrirfram að hann hefði brotið af sér. Ákvörðun landlæknis væri honum afar íþyngjandi þar sem hann hefði ekki aðeins glatað atvinnu- og framfærslugrundvelli sínum heldur verið sviptur mannorði sínu og starfsheiðri. Heilbrigðisráðuneytið taldi að ákvörðun landlæknis að svipta Jón Sigurð starfsleyfinu án áminningar hafi hvorki falið í sér brot gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga né hafi rökstuðningi þess verið ábótavant. Því staðfesti ráðuneytið ákvörðunina um að svipta sálfræðinginn starfsleyfinu enda hafi hann verið ófær um að gegna starfi sínu með forsvaranlegum hætti vegna skorts á faglegri hæfni. Auk þess hefði hann sýnt af sér alvarlegt hirðuleysi í störfum sínum og atferli sem fór í bága við lög. Ríkisútvarpið sagði fyrst frá niðurstöðu ráðuneytisins. Ræddi um meðferð konu við vinkonu hennar Embætti landlæknis hóf rannsókn á starfsháttum Jóns Sigurðar eftir að heilsugæslulæknir benti því á að sálfræðingurinn hefði afhent sjúklingi pilluspjald með ADHD-lyfi. Í kjölfarið bárust embættinu fleiri kvartanir og ábendingar frá sjúklingum. Á meðal þess sem embættið fékk ábendingu um var að Jón Sigurður væri í samvinnu við portúgalskan geðlækni og að hann setti upp myndviðtal við hann fyrir sjúklinga sína. Portúgalski læknirinn skrifaði upp á lyfseðla sem sjúklingunum hafi verið sagt að þeir gætu notað, að því er rakið er í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins. Þá var Jón Sigurður sakaður um að villa á sér heimildir með því að nota lén fyrirtækis á greinargerðir sínar vegna ADHD-greiningar. Þá kom í ljós að hann starfaði án starfsleyfis þar sem hann honum var óheimilt að reka starfsstofu eftir að hann náði 75 ára aldri án sérstaks leyfis frá embætti landlæknis. Í einni kvörtun kom fram að Jón Sigurður hefði ítrekað brotið trúnað við sjúkling með því að ræða við konu um vinkonu hennar sem hann hafði einnig til meðferðar vegna ADHD. Hann hélt því áfram jafnvel eftir að þær báðu hann um að hætta því. Hann hafði einnig milligöngu um að koma annarri konunni í samband við geðlækni í Danmörku sem sendi henni fyrsta skammtinn af lyfjum með flutningsþjónustu. Í framhaldinu þyrfti konan líklega að fara til Danmerkur á þriggja mánaða fresti að sækja lyfin sín.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lögreglumál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira