Lífið

Lindsay Lohan er ólétt

Bjarki Sigurðsson skrifar
Lindsay Lohan á von á sínu fyrsta barni.
Lindsay Lohan á von á sínu fyrsta barni. Getty/James Devaney

Leikkonan Lindsay Lohan og eiginmaður hennar, Bader Shammas, eiga von á sínu fyrsta barni. Þau gengu í það heilaga á síðasta ári eftir að hafa verið trúlofuð í tæpt ár. 

Lohan greinir frá þessu í færslu á Instagram-síðu sinni. Eru þau hjónin afar spennt fyrir foreldrahlutverkinu.  

Þetta er fyrsta barn þeirra beggja en Lohan er 36 ára gömul og Shammas einu ári yngri. Hann starfar sem viðskiptafræðingur hjá fjármálarisanum Credit Suisse í Dúbaí. 

Lohan er þekkt fyrir hlutverk sín í myndum á borð við Mean Girls, The Parent Trap, Freaky Friday og Herbie: Fully Loaded. 


Tengdar fréttir

Lindsay Lohan gifti sig

Lindsay Lohan hefur gengið í það heilaga með fjármálamanninum Bader Shammas eftir að hafa tilkynnt um trúlofun þeirra í nóvember á síðasta ári. 

Lindsay Lohan er trú­lofuð

Leikkonan Lindsay Lohan tilkynnti í dag að hún hefði trúlofast kærasta sínum Bader Shammas.

Lindsay Lohan snýr aftur í nóvember

Á deginum sem Aaron Samuels spurði Cady Heron hvaða dagur væri, Mean Girls deginum þann 3. október birti Lindsay Lohan plakatið fyrir komandi Netflix mynd sína „Falling for Christmas.“


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.