Innlent

Bein út­sending: Kynning á skýrslu um eflingu korn­ræktar

Atli Ísleifsson skrifar
Markmið verkefnisins er meðal annars að kanna fýsileika kornsamlags og skilgreina þarfir á lágmarksbirgðum kornvöru í landinu.
Markmið verkefnisins er meðal annars að kanna fýsileika kornsamlags og skilgreina þarfir á lágmarksbirgðum kornvöru í landinu. Getty

Ný skýrsla um eflingu kornræktar, sem unnin var af Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir matvælaráðuneytið, verður kynnt á sérstökum kynningarfundi á Hilton Reykjavík Nordica klukkan 11.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að lögð sé fram aðgerðaáætlunin í þrjátíu liðum í skýrslunni og séu meðal annars gerðar tillögur um sérstakan stuðning við kornrækt, bæði við framleiðslu og fjárfestingar í nauðsynlegum innviðum.

Markmið verkefnisins var einnig að kanna fýsileika kornsamlags og skilgreina þarfir á lágmarksbirgðum kornvöru í landinu.

Helgi Eyleifur Þorvaldsson, aðjúnkt og brautastjóri búfræðibrautar hjá LbhÍ mun kynna skýrsluna og sitja fyrir svörum ásamt þeim Agli Gautasyni, lektor við deild ræktunar og fæðu hjá LbhÍ og Hrannari Smára Hilmarssyni, tilraunastjóri í jarðrækt hjá LbhÍ.

Hægt er að fylgjast með útsendingu í spilaranum að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×