Innlent

Skiptu fölsuðum evru seðlum fyrir ís­lenskar krónur

Bjarki Sigurðsson skrifar
Um var að ræða hundrað og tvö hundruð evru seðla.
Um var að ræða hundrað og tvö hundruð evru seðla. Getty

Héraðssaksóknari hefur ákært fimm manns fyrir að láta út falsaða evru peningaseðla í Reykjavík árið 2020. Seðlarnir, sem voru 100 og 200 evra, voru að minnsta kosti 63 talsins og fengu fimmmenningarnir rúma milljón króna upp úr krafsinu. 

Fimmmenningarnir notuðu fölsuðu seðlana þegar þeir keyptu vörur sem kostuðu umtalsvert minna, eða í gjaldeyrisskiptum. Til baka fengu þeir íslenskar krónur.

Stærsta brotið var þegar þrír af sakborningunum afhentu starfsmanni ónefnds fyrirtækis samtals 35 stykki af fölsuðum 100 evru seðlum og 22 stykki af 200 evru seðlum. Til baka fengu þeir 1.084.828 krónur. 

Ein sakborninga er grunuð um að hafa farið í sömu verslun í tvö aðgreind skipti og greitt fyrir vörur sem kostuðu á bilinu 1.066 krónur til 1.837 krónur með 200 evru seðlum. Til baka fékk hún 22.763 krónur og 23.534 krónur.

Nokkur önnur minni brot má finna í ákærunni en hljóðuðu þau flest þannig að sakborningur greiddi með fölsuðum seðil í verslun fyrir hluti sem kostuðu í kringum þúsund krónur. Til baka fengu þeir svo rúmlega tuttugu þúsund krónur í íslenskum pening. 

Fyrirtækið sem sakborningarnir stálu rúmri milljón af og tvær þeirra verslana þar sem minni brot voru framin gera einnig einkaréttarkröfur og krefjast þess að fá skaðabætur sem samsvara því sem var stolið. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.