„Ég er ekki frá því að stelpan sé að fara að grípa styttu í kvöld“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2023 20:56 Sara er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. Vísir/Ívar Fannar Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn, í 95. sinn, í kvöld. Íslenska listakonan Sara Gunnarsdóttir er tilnefnd fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks og er hún talin sérstaklega sigurstrangleg. Hollywoodstjörnurnar munu ganga rauða dregilinn fyrir óskarsverðlaunahátíðina klukkan ellefu í kvöld en verðlaunaafhendingin sjálf hefst á miðnætti á íslenskum tíma. Kvikmyndin Everything Everywhere all at once er talin sérstaklega sigurstrangleg en hún er tilnefnd til ellefu verðlauna. Önnur mynd sem hefur sópað til sín tilnefningum er Banshees of Inisherin en hún er tilnefnd til níu verðlauna. „Árið í ár er mjög sterkt, í raun og veru sterkara en í fyrra og ég er mjög peppuð yfir því. Mér finnst til dæmis eins og Besta kvikmynd, sem er með tíu kvikmyndum, að það er rosa mikil breidd í þessum flokki. Ég hef varla séð svona breidd áður, “ segir Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas, leikmyndahönnuður, sem mun lýsa hátíðinni í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Hún telur líklegt að Everything Everywhere all at once taki verðlaunin fyrir bestu leikstjórnina og bestu myndina í það minnsta. Í mörgum flokkum sé mjög tvísýnt hver taki verðlaunin, enda árið sérstaklega sterkt. „Mér finnst þetta ekki vera Óskar sem er í hendi. Oft hef ég verið með skjal, sem er með öllum flokkunum og við höfum verið í partýum að haka við [þá sem við teljum sigurvegara]. Þetta er slatti af flokkum og ég hef stundum verið með eitt vittlaust, og það hefur kannski verið Stutt heimildarmyndarflokkurinn eða eitthvað,“ segir Dröfn. Íslenska listakonan Sara Gunnarsdóttir er tilnefnd til verðlauna í flokknum Besta stutta teiknimyndin, fyrir myndina My Year of Dicks. Hljóti hún verðlaunin verður hún önnur Íslendinga til þess eftir að Hildur Guðnadóttir tók styttuna fyrir bestu tónlistina árið 2020. „Ég held að Íslendingurinn, hún Sara Gunnars, ég finn fyrir töluverðum hita í hlaðvörpum og frá sérfræðingum og það er skriðþungi með myndinni hennar, My Year of Dicks. Ég er ekki frá því að stelpan sé að fara að grípa styttu í kvöld,“ segir Dröfn. Óskarsverðlaunin Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hita upp fyrir Óskarsverðlaunin Dóra Júlía Agnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir ætla að fylgja lesendum Vísis í gegnum Óskarinn á sunnudaginn. Þær, ásamt Samúel Karli Ólasyni, þjófstörtuðu gleðinni með stórskemmtilegum upphitunarþætti sem sjá má hér að neðan. 11. mars 2023 07:00 Everything Everywhere All At Once ótvíræður sigurvegari SAG Verðlaunahátíð Stéttarfélags bandarískra leikara (SAG) var haldin í gærkvöldi. Leikhópur kvikmyndarinnar Everything Everywhere All At Once fór með sigur af hólmi með því að vinna til ferna verðlauna. 27. febrúar 2023 08:38 „Þetta kom kannski ekki neitt rosalega á óvart“ Sara Gunnarsdóttir teiknimyndaleikstjóri var í dag tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. Verðlaunin verða afhent 12. mars næstkomandi. 24. janúar 2023 16:04 Mest lesið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
Hollywoodstjörnurnar munu ganga rauða dregilinn fyrir óskarsverðlaunahátíðina klukkan ellefu í kvöld en verðlaunaafhendingin sjálf hefst á miðnætti á íslenskum tíma. Kvikmyndin Everything Everywhere all at once er talin sérstaklega sigurstrangleg en hún er tilnefnd til ellefu verðlauna. Önnur mynd sem hefur sópað til sín tilnefningum er Banshees of Inisherin en hún er tilnefnd til níu verðlauna. „Árið í ár er mjög sterkt, í raun og veru sterkara en í fyrra og ég er mjög peppuð yfir því. Mér finnst til dæmis eins og Besta kvikmynd, sem er með tíu kvikmyndum, að það er rosa mikil breidd í þessum flokki. Ég hef varla séð svona breidd áður, “ segir Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas, leikmyndahönnuður, sem mun lýsa hátíðinni í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Hún telur líklegt að Everything Everywhere all at once taki verðlaunin fyrir bestu leikstjórnina og bestu myndina í það minnsta. Í mörgum flokkum sé mjög tvísýnt hver taki verðlaunin, enda árið sérstaklega sterkt. „Mér finnst þetta ekki vera Óskar sem er í hendi. Oft hef ég verið með skjal, sem er með öllum flokkunum og við höfum verið í partýum að haka við [þá sem við teljum sigurvegara]. Þetta er slatti af flokkum og ég hef stundum verið með eitt vittlaust, og það hefur kannski verið Stutt heimildarmyndarflokkurinn eða eitthvað,“ segir Dröfn. Íslenska listakonan Sara Gunnarsdóttir er tilnefnd til verðlauna í flokknum Besta stutta teiknimyndin, fyrir myndina My Year of Dicks. Hljóti hún verðlaunin verður hún önnur Íslendinga til þess eftir að Hildur Guðnadóttir tók styttuna fyrir bestu tónlistina árið 2020. „Ég held að Íslendingurinn, hún Sara Gunnars, ég finn fyrir töluverðum hita í hlaðvörpum og frá sérfræðingum og það er skriðþungi með myndinni hennar, My Year of Dicks. Ég er ekki frá því að stelpan sé að fara að grípa styttu í kvöld,“ segir Dröfn.
Óskarsverðlaunin Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hita upp fyrir Óskarsverðlaunin Dóra Júlía Agnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir ætla að fylgja lesendum Vísis í gegnum Óskarinn á sunnudaginn. Þær, ásamt Samúel Karli Ólasyni, þjófstörtuðu gleðinni með stórskemmtilegum upphitunarþætti sem sjá má hér að neðan. 11. mars 2023 07:00 Everything Everywhere All At Once ótvíræður sigurvegari SAG Verðlaunahátíð Stéttarfélags bandarískra leikara (SAG) var haldin í gærkvöldi. Leikhópur kvikmyndarinnar Everything Everywhere All At Once fór með sigur af hólmi með því að vinna til ferna verðlauna. 27. febrúar 2023 08:38 „Þetta kom kannski ekki neitt rosalega á óvart“ Sara Gunnarsdóttir teiknimyndaleikstjóri var í dag tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. Verðlaunin verða afhent 12. mars næstkomandi. 24. janúar 2023 16:04 Mest lesið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
Hita upp fyrir Óskarsverðlaunin Dóra Júlía Agnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir ætla að fylgja lesendum Vísis í gegnum Óskarinn á sunnudaginn. Þær, ásamt Samúel Karli Ólasyni, þjófstörtuðu gleðinni með stórskemmtilegum upphitunarþætti sem sjá má hér að neðan. 11. mars 2023 07:00
Everything Everywhere All At Once ótvíræður sigurvegari SAG Verðlaunahátíð Stéttarfélags bandarískra leikara (SAG) var haldin í gærkvöldi. Leikhópur kvikmyndarinnar Everything Everywhere All At Once fór með sigur af hólmi með því að vinna til ferna verðlauna. 27. febrúar 2023 08:38
„Þetta kom kannski ekki neitt rosalega á óvart“ Sara Gunnarsdóttir teiknimyndaleikstjóri var í dag tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. Verðlaunin verða afhent 12. mars næstkomandi. 24. janúar 2023 16:04