Innlent

Flugvél Play lenti í Stavanger vegna neyðartilfellis

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Flug­vél Play sem var á leið frá Ber­lín til Kefla­víkur í morgun þurfti að breyta um stefnu og lenda í Stafangri í Noregi vegna veikinda farþega
Flug­vél Play sem var á leið frá Ber­lín til Kefla­víkur í morgun þurfti að breyta um stefnu og lenda í Stafangri í Noregi vegna veikinda farþega Vísir/Vilhelm

Flugvél Play á leið frá Berlín til Keflavíkur í morgun þurfti að lenda í Stafangri í Noregi vegna veikinda farþega sem þurfti að komast undir læknishendur. 

Fréttablaðið greindi fyrst frá. Þar er haft eftir Birgi Olgeirssyni, upplýsingafulltrúa Play, að sjúkraflutningamenn hafi tekið á móti farþeganum við lendingu og komið honum á sjúkrahús. 

Birgir gat ekki gefið upplýsingar um líðan farþegans. Gert er ráð fyrir því að vélin haldi áfram leið sinni til Keflavíkur eftir að eldsneyti hefur verið sett á hana. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×