Innlent

Féllust í faðma að loknum mótmælum

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Mótmælendur fyrir utan Hörpu í kvöld.
Mótmælendur fyrir utan Hörpu í kvöld. vísir/Steingrímur Dúi

Mótmælum við Hörpu lauk í kvöld með faðmlögum eftir að óperustjóri Íslensku óperunnar ræddi við mótmælendur.

Fjallað hefur verið um umdeilda förðun og búninga leikara Íslensku óperunnar í uppsetningu á verkinu Madame Butterfly og svokallað yellow face leikara gagnrýnt. Boðað var til mótmæla við fyrir utan Hörpu í kvöld á meðan sýningu stóð.

Mótmælendum var að vísu meinað að mótmæla inni í Hörpunni. 

Breytingar gerðar og kveðst reiðubúin í samtal

Steinunn Ragnarsdóttir, óperustjóri segir að breytingar hafi verið gerðar á sýningunni eftir umræðuna. Förðun hafi verið tónuð niður og einhverjar hárkollur teknar úr sýningunni sem dæmi. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2:

Steinunn segist ætla að boða mótmælendur til samtals. 

„Ég vona að það verði uppbyggjandi, af því að þetta eru svo stórar spurningar. Hvar liggur línan á því hvaða kynþáttum má líkja eftir?  Eru sumir kynþættir sem má líkja eftir og aðrir ekki? Þetta er eitthvað sem við getum ekki sett okkur í spor annarra með, af því að við tilheyrum þessum forréttindakynþætti. Þannig ég vil gjarnan spjalla við þetta fólk á uppbyggjandi hátt,“ segir Steinunn.

Steinunn Ragnarsdóttir óperustjóri.vísir/Steingrímur Dúi


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×