Innlent

Mesta frost frá árinu 1998

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Afar kalt er í Reykjavík um þessar mundir.  Myndin er úr safni.
Afar kalt er í Reykjavík um þessar mundir. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Mesta frost í Reykjavík í marsmánuði frá árinu 1998 mældist í morgun þegar frost fór niður í - 14,8°C. 

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu sem hættu sér út úr húsi í morgun fundu eflaust fyrir stingandi frosti og kulda. Raunar var um að ræða mesta frost í Reykjavík sem mælst hefur frá árinu 1998. 

Í stöðuuppfærslu á Facebook síðu Bliku kemur fram að 7.mars það ár hafi lágmarkshiti farið niður í -14,9°C svo ekki mátti miklu muna að metið yrði slegið í morgun. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×