Fylgjendatölur Haraldar rjúka upp Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. mars 2023 20:48 Haraldur Þorleifsson. Vísir/Vilhelm Á síðasta sólarhring hefur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og fyrrum starfsmaður Twitter, bætt við sig rúmlega 70 þúsund fylgjendum á samfélagsmiðlinum. Haraldur hefur átt viðburðarríkan dag á miðlinum sem hann starfaði hjá þar til honum var sagt upp í vikunni. Honum barst að vísu ekki formlegt uppsagnarbréf og leitaði því svara á Twitter frá Elon Musk, eiganda og forstjóra samfélagsmiðilsins, um hvort hann væri í raun rekinn eða ekki. Upp frá því hófust ritdeilur milli þeirra Haraldar og Musk sem hafa vakið gífurlega athygli. Frá því í nótt hefur Haraldur bætt við sig rúmlega 70 þúsund fylgjendum eins og áður segir. Fyrir daginn í dag voru fylgjendur hans um 60 þúsund talsins en eru nú 130 þúsund. Þráður Haraldar, þar sem hann svarar ásökunum Musk um að nota vöðvarýrnun sína sem afsökun fyrir því að geta ekki unnið, hefur einnig vakið gríðarlega mikil viðbrögð. Þegar þetta er skrifað hafa alls 193 þúsund manns líkað við þá færslu Haraldar. Hi again @elonmusk 👋I hope you are well. I’m fine too. I’m thankful for your interest in my health. But since you mentioned it, I wanted to give you more info. I have muscular dystrophy. It has many effects on my body. Let me tell you what they are: https://t.co/2vb16kP6Yv— Halli (@iamharaldur) March 7, 2023 Fyrr í kvöld sagði Musk á Twitter að ástæða þess að Haraldur hafi leitað á samfélagsmiðilinn með spurningar sínar um vinnusambandið hafi verið til að „fá stóran tékka“. Haraldur neitar því í svari og segist hafa leitað á Twitter þar sem Musk hafi ekki svarað einkaskilaboðum hans. He has a prominent, active Twitter account and is wealthy. The reason he confronted me in public was to get a big payout. From what I ve been told, he s done almost no work for the past four months, middle-management or otherwise.Despite his claims on Twitter that he did https://t.co/LGuAlg4Eew— Elon Musk (@elonmusk) March 7, 2023 Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Musk hlær að Haraldi sem óttast svik auðjöfursins Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið þau svör frá Twitter að honum hafi sannarlega verið sagt upp störfum. Staðfestingin barst honum eftir orðaskipti við Elon Musk, eiganda Twitter, á samfélagsmiðlinum. 7. mars 2023 08:06 Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar Almannatengill og æskuvinur Haraldar Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrum starfsmanns Twitter, segir að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi gengið í gildru með því að svara færslum Haraldar. 7. mars 2023 17:13 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Sjá meira
Haraldur hefur átt viðburðarríkan dag á miðlinum sem hann starfaði hjá þar til honum var sagt upp í vikunni. Honum barst að vísu ekki formlegt uppsagnarbréf og leitaði því svara á Twitter frá Elon Musk, eiganda og forstjóra samfélagsmiðilsins, um hvort hann væri í raun rekinn eða ekki. Upp frá því hófust ritdeilur milli þeirra Haraldar og Musk sem hafa vakið gífurlega athygli. Frá því í nótt hefur Haraldur bætt við sig rúmlega 70 þúsund fylgjendum eins og áður segir. Fyrir daginn í dag voru fylgjendur hans um 60 þúsund talsins en eru nú 130 þúsund. Þráður Haraldar, þar sem hann svarar ásökunum Musk um að nota vöðvarýrnun sína sem afsökun fyrir því að geta ekki unnið, hefur einnig vakið gríðarlega mikil viðbrögð. Þegar þetta er skrifað hafa alls 193 þúsund manns líkað við þá færslu Haraldar. Hi again @elonmusk 👋I hope you are well. I’m fine too. I’m thankful for your interest in my health. But since you mentioned it, I wanted to give you more info. I have muscular dystrophy. It has many effects on my body. Let me tell you what they are: https://t.co/2vb16kP6Yv— Halli (@iamharaldur) March 7, 2023 Fyrr í kvöld sagði Musk á Twitter að ástæða þess að Haraldur hafi leitað á samfélagsmiðilinn með spurningar sínar um vinnusambandið hafi verið til að „fá stóran tékka“. Haraldur neitar því í svari og segist hafa leitað á Twitter þar sem Musk hafi ekki svarað einkaskilaboðum hans. He has a prominent, active Twitter account and is wealthy. The reason he confronted me in public was to get a big payout. From what I ve been told, he s done almost no work for the past four months, middle-management or otherwise.Despite his claims on Twitter that he did https://t.co/LGuAlg4Eew— Elon Musk (@elonmusk) March 7, 2023
Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Musk hlær að Haraldi sem óttast svik auðjöfursins Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið þau svör frá Twitter að honum hafi sannarlega verið sagt upp störfum. Staðfestingin barst honum eftir orðaskipti við Elon Musk, eiganda Twitter, á samfélagsmiðlinum. 7. mars 2023 08:06 Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar Almannatengill og æskuvinur Haraldar Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrum starfsmanns Twitter, segir að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi gengið í gildru með því að svara færslum Haraldar. 7. mars 2023 17:13 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Sjá meira
Musk hlær að Haraldi sem óttast svik auðjöfursins Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið þau svör frá Twitter að honum hafi sannarlega verið sagt upp störfum. Staðfestingin barst honum eftir orðaskipti við Elon Musk, eiganda Twitter, á samfélagsmiðlinum. 7. mars 2023 08:06
Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar Almannatengill og æskuvinur Haraldar Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrum starfsmanns Twitter, segir að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi gengið í gildru með því að svara færslum Haraldar. 7. mars 2023 17:13