„Þetta er algjörlega breyttur heimur“ Árni Sæberg skrifar 5. mars 2023 23:27 Ásgeir Brynjar Torfason er doktor í fjármálum. Bylgjan Doktor í fjármálum segir heiminn algjörlega breyttan eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann segir að stríðið muni hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir hagstjórn í ríkjum heimsins. Dr. Ásgeir Brynjar Torfason mætti á Sprengisand til Kristjáns Kristjánssonar í morgun í tilefni af því að nýverið var liðið eitt ár frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann hefur rýnt ítarlega í efnahagslegar afleiðingar innrásarinnar og hvaða áhrif viðskiptaþvingarnir vesturlanda gagnvart Rússlandi hafa haft. Hann segir efnahagsaðgerðir í kjölfar innrásarinnar hafa verið þær mestu sem sést hafa í sögunni. Þannig hafi til að mynda stór hluti eigna Seðlabanka Rússlands erlendis verið frystur og flest erlend fyrirtæki hætt starfsemi sinni í Rússlandi. Þrátt fyrir það hafi efnahagslegar varnaraðgerðir seðlabankans og seðlabankastjórans Elviru Nabiullina gengið vel. Hana megi í raun kalla efnahagslegan snilling. „Þrátt fyrir að helmingur eða þriðjungur forða rússneska seðlabankans í erlendum myntum hafi verið frystur, þá byggði hún bara upp nýjan forða. Af því að það voru sett á gjaldeyrishöft, af því að allar tekjur af gasi og olíu runnu í ríkissjóð,“ segir Ásgeir Brynjar. Þá bendir hann á að aðgerðir Evrópuríkja hafi tekið allt síðasta ár að taka gildi. Þannig hafi flæði gass og olíu frá Rússlandi ekki stöðvast fyrr en í desember í fyrra. Þannig hafi efnahagsmótspyrna Rússa gengið vel, efnahagurinn hafi ekki dregist saman um fimmtán til tuttugu prósent heldur um tvö til þrjú prósent, minna en í Bretlandi, til dæmis. Þó verði að taka þessum tölum með fyrirvara. Flókin staða í heimshagkerfinu Ásgeir Brynjar segir að ýmsir þættir tengdir innrás Rússa í Úkraínu muni hafa efnahagsleg áhrif um allan heim um ókomna tíð. Upp sé komin flókin staða í heimshagkerfinu. Víða sé aukinn hagvöxtur, uppsveifla og skortur á starfsfólki en einnig hallarekstur þar sem verið sé að eyða miklu í hernað. Þannig séum við Íslendingar ein fárra þjóða sem grætt hafi efnahagslega á ástandinu vegna hækkandi álverðs, með tilheyrandi auknum hagnaði Landsvirkjunar og auknum arðgreiðslum í ríkissjóð. Þó það sé auðvitað ekki fallegt að hugsa til þess. „Við erum í miðju auganu á storminum núna, það verður ekkert aftur eins og það var. Það er ómögulegt að vita hvernig spilast hér og þar. En allavega í Evrópu og á Norðurlöndunum, sem ég sé einna mest, þar er algjörlega umbreytt ástand í alþjóðamálum, alþjóðaviðskiptum og líka náttúrulega varnarmálum. Og bara heimsmyndinni sem maður horfir á, heimurinn er breyttur.“ Samtal þeirra Ásgeirs Brynjars og Kristjáns má heyra í spilaranum hér að neðan: Innrás Rússa í Úkraínu Efnahagsmál Sprengisandur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sjá meira
Dr. Ásgeir Brynjar Torfason mætti á Sprengisand til Kristjáns Kristjánssonar í morgun í tilefni af því að nýverið var liðið eitt ár frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann hefur rýnt ítarlega í efnahagslegar afleiðingar innrásarinnar og hvaða áhrif viðskiptaþvingarnir vesturlanda gagnvart Rússlandi hafa haft. Hann segir efnahagsaðgerðir í kjölfar innrásarinnar hafa verið þær mestu sem sést hafa í sögunni. Þannig hafi til að mynda stór hluti eigna Seðlabanka Rússlands erlendis verið frystur og flest erlend fyrirtæki hætt starfsemi sinni í Rússlandi. Þrátt fyrir það hafi efnahagslegar varnaraðgerðir seðlabankans og seðlabankastjórans Elviru Nabiullina gengið vel. Hana megi í raun kalla efnahagslegan snilling. „Þrátt fyrir að helmingur eða þriðjungur forða rússneska seðlabankans í erlendum myntum hafi verið frystur, þá byggði hún bara upp nýjan forða. Af því að það voru sett á gjaldeyrishöft, af því að allar tekjur af gasi og olíu runnu í ríkissjóð,“ segir Ásgeir Brynjar. Þá bendir hann á að aðgerðir Evrópuríkja hafi tekið allt síðasta ár að taka gildi. Þannig hafi flæði gass og olíu frá Rússlandi ekki stöðvast fyrr en í desember í fyrra. Þannig hafi efnahagsmótspyrna Rússa gengið vel, efnahagurinn hafi ekki dregist saman um fimmtán til tuttugu prósent heldur um tvö til þrjú prósent, minna en í Bretlandi, til dæmis. Þó verði að taka þessum tölum með fyrirvara. Flókin staða í heimshagkerfinu Ásgeir Brynjar segir að ýmsir þættir tengdir innrás Rússa í Úkraínu muni hafa efnahagsleg áhrif um allan heim um ókomna tíð. Upp sé komin flókin staða í heimshagkerfinu. Víða sé aukinn hagvöxtur, uppsveifla og skortur á starfsfólki en einnig hallarekstur þar sem verið sé að eyða miklu í hernað. Þannig séum við Íslendingar ein fárra þjóða sem grætt hafi efnahagslega á ástandinu vegna hækkandi álverðs, með tilheyrandi auknum hagnaði Landsvirkjunar og auknum arðgreiðslum í ríkissjóð. Þó það sé auðvitað ekki fallegt að hugsa til þess. „Við erum í miðju auganu á storminum núna, það verður ekkert aftur eins og það var. Það er ómögulegt að vita hvernig spilast hér og þar. En allavega í Evrópu og á Norðurlöndunum, sem ég sé einna mest, þar er algjörlega umbreytt ástand í alþjóðamálum, alþjóðaviðskiptum og líka náttúrulega varnarmálum. Og bara heimsmyndinni sem maður horfir á, heimurinn er breyttur.“ Samtal þeirra Ásgeirs Brynjars og Kristjáns má heyra í spilaranum hér að neðan:
Innrás Rússa í Úkraínu Efnahagsmál Sprengisandur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sjá meira