Innlent

Sóttu vélar­vana bát suð­vestan við Eld­ey

Bjarki Sigurðsson skrifar
Björgunarskipið Oddur V Gíslason var ræst út.
Björgunarskipið Oddur V Gíslason var ræst út.

Björgunarskip slysavarnafélagsins Landsbjargar sótti vélarvana bát suðvestan við Eldey í nótt vegna vélarvandræða. Skipið kom með bátinn til hafnar í Grindavík klukkan sjö í morgun. 

Beiðni um aðstoð barst frá sex tonna bát í gærkvöldi og var björgunarskipið Oddur V Gíslason í Grindavík ræst út rétt fyrir miðnætti. Fimm manna áhöfn mannaði skipið og kom skipið að bátnum rétt fyrir klukkan tvö í nótt. 

Með aðstoð áhafnar Odds V tókst að koma vél bátsins í gang og sigldi hann þá fyrir eigin vélarafli. Oddur V fylgdi honum áleiðis, en stefnan var tekin til Grindavíkur. 

Klukkan þrjú í nótt drapst vélin aftur og var þá ákveðið að taka hann í tog. Siglingin tók dágóða stund en Oddur V kom til hafnar í Grindavík klukkan rétt rúmlega sjö í morgun með bátinn í togi. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×