Þingmaður stefnir ríkinu og fer fram á skaðabætur Atli Ísleifsson skrifar 3. mars 2023 08:11 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtala heimilanna, í þingsal. Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, og eiginmaður hennar, Hafþór Ólafsson, hafa ákveðið að stefna ríkinu vegna fjárhagslegs tjóns sem þau segjast hafa orðið fyrir „vegna lögbrota embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu“ í tengslum við uppboð á heimili þeirra vorið 2017. Ásthildur Lóa, sem jafnframt er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, greinir frá þessu í tilkynningu sem hún sendi á fjölmiðla í morgun. Þar kemur fram að lögmanni þeirra hjóna, Sævari Þór Jónssyni, hafi verið falið að sækja bætur vegna málsins og hafi erindi verið sent ríkislögmanni. Þau vilja meina að ríkið hafi, vegna lögbrota sýslumanns, haft rúmar tíu milljónir króna af þeim hjónum sem hafi þess í stað runnið til Arion banka. „Málavextir eru þeir að þrátt fyrir ábendingar, sinnti sýslumaður ekki lögbundnum skyldum sínum við úthlutun söluverðs eftir uppboð á heimili okkar. Þar bar sýslumanni lögum samkvæmt að taka tillit til fyrningar vaxta. Það var ekki gert og fyrir vikið úthlutaði sýslumaður Arion banka hærri fjárhæð en bankinn átti tilkall til lögum samkvæmt, á kostnað okkar hjóna. Í nær tveggja ára málaferlum okkar við Arion banka vegna þessa, þar sem öll réttarúrræði voru tæmd, fékkst aldrei úrskurður dómstóla um fyrningu vaxta, sem þó var eina málsástæðan. Enginn úrskurður er í raun sigur fyrir bankann. Í öllu ferlinu var ítrekað brotið á okkur og við fengum aldrei réttláta málsmeðferð. Eftir stendur að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu tók meðvitaða ákvörðun um að sinna ekki lagaskyldu sinni og hafði þannig af okkur 10,6 milljónir króna sem runnu í staðinn til Arion banka. Ríkið er því skaðabótaskylt,“ segir í yfirlýsingunni frá þingmanninum. Ásthildur Lóa tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins árið 2021. Hún er þingmaður Suðurkjördæmis. Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Ásthildur Lóa, sem jafnframt er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, greinir frá þessu í tilkynningu sem hún sendi á fjölmiðla í morgun. Þar kemur fram að lögmanni þeirra hjóna, Sævari Þór Jónssyni, hafi verið falið að sækja bætur vegna málsins og hafi erindi verið sent ríkislögmanni. Þau vilja meina að ríkið hafi, vegna lögbrota sýslumanns, haft rúmar tíu milljónir króna af þeim hjónum sem hafi þess í stað runnið til Arion banka. „Málavextir eru þeir að þrátt fyrir ábendingar, sinnti sýslumaður ekki lögbundnum skyldum sínum við úthlutun söluverðs eftir uppboð á heimili okkar. Þar bar sýslumanni lögum samkvæmt að taka tillit til fyrningar vaxta. Það var ekki gert og fyrir vikið úthlutaði sýslumaður Arion banka hærri fjárhæð en bankinn átti tilkall til lögum samkvæmt, á kostnað okkar hjóna. Í nær tveggja ára málaferlum okkar við Arion banka vegna þessa, þar sem öll réttarúrræði voru tæmd, fékkst aldrei úrskurður dómstóla um fyrningu vaxta, sem þó var eina málsástæðan. Enginn úrskurður er í raun sigur fyrir bankann. Í öllu ferlinu var ítrekað brotið á okkur og við fengum aldrei réttláta málsmeðferð. Eftir stendur að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu tók meðvitaða ákvörðun um að sinna ekki lagaskyldu sinni og hafði þannig af okkur 10,6 milljónir króna sem runnu í staðinn til Arion banka. Ríkið er því skaðabótaskylt,“ segir í yfirlýsingunni frá þingmanninum. Ásthildur Lóa tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins árið 2021. Hún er þingmaður Suðurkjördæmis.
Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira