Þingmaður stefnir ríkinu og fer fram á skaðabætur Atli Ísleifsson skrifar 3. mars 2023 08:11 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtala heimilanna, í þingsal. Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, og eiginmaður hennar, Hafþór Ólafsson, hafa ákveðið að stefna ríkinu vegna fjárhagslegs tjóns sem þau segjast hafa orðið fyrir „vegna lögbrota embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu“ í tengslum við uppboð á heimili þeirra vorið 2017. Ásthildur Lóa, sem jafnframt er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, greinir frá þessu í tilkynningu sem hún sendi á fjölmiðla í morgun. Þar kemur fram að lögmanni þeirra hjóna, Sævari Þór Jónssyni, hafi verið falið að sækja bætur vegna málsins og hafi erindi verið sent ríkislögmanni. Þau vilja meina að ríkið hafi, vegna lögbrota sýslumanns, haft rúmar tíu milljónir króna af þeim hjónum sem hafi þess í stað runnið til Arion banka. „Málavextir eru þeir að þrátt fyrir ábendingar, sinnti sýslumaður ekki lögbundnum skyldum sínum við úthlutun söluverðs eftir uppboð á heimili okkar. Þar bar sýslumanni lögum samkvæmt að taka tillit til fyrningar vaxta. Það var ekki gert og fyrir vikið úthlutaði sýslumaður Arion banka hærri fjárhæð en bankinn átti tilkall til lögum samkvæmt, á kostnað okkar hjóna. Í nær tveggja ára málaferlum okkar við Arion banka vegna þessa, þar sem öll réttarúrræði voru tæmd, fékkst aldrei úrskurður dómstóla um fyrningu vaxta, sem þó var eina málsástæðan. Enginn úrskurður er í raun sigur fyrir bankann. Í öllu ferlinu var ítrekað brotið á okkur og við fengum aldrei réttláta málsmeðferð. Eftir stendur að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu tók meðvitaða ákvörðun um að sinna ekki lagaskyldu sinni og hafði þannig af okkur 10,6 milljónir króna sem runnu í staðinn til Arion banka. Ríkið er því skaðabótaskylt,“ segir í yfirlýsingunni frá þingmanninum. Ásthildur Lóa tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins árið 2021. Hún er þingmaður Suðurkjördæmis. Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Ásthildur Lóa, sem jafnframt er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, greinir frá þessu í tilkynningu sem hún sendi á fjölmiðla í morgun. Þar kemur fram að lögmanni þeirra hjóna, Sævari Þór Jónssyni, hafi verið falið að sækja bætur vegna málsins og hafi erindi verið sent ríkislögmanni. Þau vilja meina að ríkið hafi, vegna lögbrota sýslumanns, haft rúmar tíu milljónir króna af þeim hjónum sem hafi þess í stað runnið til Arion banka. „Málavextir eru þeir að þrátt fyrir ábendingar, sinnti sýslumaður ekki lögbundnum skyldum sínum við úthlutun söluverðs eftir uppboð á heimili okkar. Þar bar sýslumanni lögum samkvæmt að taka tillit til fyrningar vaxta. Það var ekki gert og fyrir vikið úthlutaði sýslumaður Arion banka hærri fjárhæð en bankinn átti tilkall til lögum samkvæmt, á kostnað okkar hjóna. Í nær tveggja ára málaferlum okkar við Arion banka vegna þessa, þar sem öll réttarúrræði voru tæmd, fékkst aldrei úrskurður dómstóla um fyrningu vaxta, sem þó var eina málsástæðan. Enginn úrskurður er í raun sigur fyrir bankann. Í öllu ferlinu var ítrekað brotið á okkur og við fengum aldrei réttláta málsmeðferð. Eftir stendur að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu tók meðvitaða ákvörðun um að sinna ekki lagaskyldu sinni og hafði þannig af okkur 10,6 milljónir króna sem runnu í staðinn til Arion banka. Ríkið er því skaðabótaskylt,“ segir í yfirlýsingunni frá þingmanninum. Ásthildur Lóa tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins árið 2021. Hún er þingmaður Suðurkjördæmis.
Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira