Innlent

Kærð fyrir að virða ekki gang­brautar­rétt í Vestur­bænum

Atli Ísleifsson skrifar
Konan játaði brot sitt.
Konan játaði brot sitt. Vísir/Vilhelm

Nokkuð rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Síðdegis í gær var lögregla þó kölluð út þar sem kona var kærð fyrir að hafa ekki virt gangbrautarrétt gangandi vegfaranda í vesturbæ Reykjavíkur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar. Segir þar að umræddur ökumaður hafi játað brot sitt.

Um hálf tíu í gærkvöldi var maður kærður fyrir að hafa ekið of hratt á Kringlumýrarbraut. Ók hann þar bílnum á 110 kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn er 80.

Lögregla stöðvaði einnig þrjá ökumenn og handtók þá vega gruns um að hafa ekið bíl undir áhrifum fíkniefna. Þá voru skráningarmerki fjarlægð af fimm bílum í Kópavogi í nótt þar sem þær voru annað hvort ekki færðar til skoðunar eða ótryggðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×