Lífið

Okkar eigið Ís­land: „Við komumst ekki héðan, við erum fastir“

Aníta Guðlaug Axelsdóttir skrifar
MYND
VÍSIR/Garpur I. Elísabetarson

Í fjórða þætti af Okkar eigið Ísland, fara Garpur og Andri í leiðangur undir Vatnajökul. Þar hitta þeir Óskar Arason, eiganda Iceguide sem fer með þá á kajak á Heinabergslóni.

Lónið sem er þakið ísjökum, er mjög nálægt þjóðveginum, og þar er hægt að sigla á milli þeirra og jafnvel stíga á þá, en Óskar útskýrir fyrir strákunum af hverju það má þarna, ólíkt hinu fræga Jökulsárlóni.

Þeir ferðast um lónið og fegurðin umkringir þá. Þeir hefðu þó átt að taka hanska því það getur orðið kalt að ferðast í kringum ísjaka og kalt jökullón. Þeir skoða lónið gaumgæfilega og áður en þeir fara heim, prófa þeir að renna sér niður einn jakann, og vona það besta!

Klippa: Okkar eigið Ísland - Heinabergslón
VÍSIR/Garpur I. Elísabetarson

Þetta er ekki fyrsta háskaferð þeirra Garps og Andra, eins og hægt er að sjá hér að neðan úr seinustu þáttum.

Klippa: Okkar eigið Ísland - Mælifell
Klippa: Okkar eigið Ísland - Hraundrangar
Klippa: Okkar eigið Ísland - Kötlujökull

Tengdar fréttir

Okkar eigið Ís­land: Eitt fal­legasta fjall landsins falið á há­lendinu

Í þriðja þætti af Okkar Eigið Ísland fara þeir Garpur og Andri í ferðalag yfir hálendi landsins. Þeir keyra hin fallega fjallaveg sem kallast F210 sem leiðir þá yfir fallegt hálendið og nátturuperlur og enda hjá Mælifelli, sem er eitt allra fallegasta fjall landsins. 

Undra­ver­öld Kötlu­jökuls, ís­hellar og ævin­týri

Í öðrum þætti af Okkar eigið Ísland fer Garpur með Andra og sýnir honum íshellana í Kötlujökli. Hellirinn er mjög aðgengilegur og nær höfuðborginni en flest svona ævintýri. Andri hefur aldrei séð íshelli áður og má segja að upplifun hans svíki engan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×