Flugvallastarfsmenn huga að harðari aðgerðum dugi yfirvinnubann ekki til Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2023 13:19 Tafir gætu orðið á flugi eftir að yfirvinnubann flugvallarstarfsmanna tekur gildi klukkan 16 á morgun. Vísir/Vilhelm Tafir gætu orðið á flugi um helstu flugvelli landsins eftir að yfirvinnubann flugmálastarfsmanna tekur gildi á morgun. Formaður Félags flugmálastarfsmanna segir að farið verði í harðari aðgerðir en yfirvinnubann náist ekki samkomulag um nýjan kjarasamning. Unnar Örn Ólafsson formaður FFR, Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, lýsir vonbrigðum sínum með samningafund með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins í gær. Þar hafi ekkert miðað áfram. Hann segir boðað yfirvinnubann sem hefst klukkan fjögur á morgun geta haft töluverð áhrif á Keflavíkurflugvelli. Unnar Örn Ólafsson formaður FFR segir vonbrigði að ekki hafi tekist að semja um kaup og kj´ör félagsmanna enda fari þeir ekki fram á annað og meira en aðrir hafi samið um.aðsend „Flæði flugvéla og farþega og farþega um völlinn. Það hægist verulega á. Þetta getur farið að hafa áhrif á hvort flug er að fara á réttum tíma eða ekki,“ segir Unnar Örn. Með öðrum orðum það gætu orðið seinkanir á flugi og fólk gæti þurft að mæta fyrr en ella í flug vegna hægari þjónustu. Um fjögur hundruð félagsmenn FFR koma víða við sögu í starfsemi flugvalla landsins. Ekki hvað síst á Keflavíkurflugvelli. „Þetta er á sjötta tug starfsheita hjá okkur. Þetta er flugverndin, flugvallarþjónustan sem sér um snjóhreinsun og þess háttar ásamt slökkviþáttinn. Þetta eru fluggagnafræðingar, AFIS fólkið okkar úti á landi sem er með flugupplýsingagjöf fyrir flugvélar. Okkar fólk er vítt og breitt í gegnum allt fyrirtækið,“ segir formaður FFR. Boðað hefur verið til næsta samningafundar með SA fyrir hönd Ísavia á morgun. Unnar Örn segir félagið ekki vera að krefjast meiri launahækkana en samið hafi verið um við aðra. Ef yfirvinnubannið þrýsti ekki á um samninga verði félagið að huga að öðrum og harðari aðgerðum. Félagsmenn FFR vinna fjölbreytt störf á flugvöllum landsins og yfirvinnubann þeirra gæti tafið ýmsa þjónustu við farþega og flugfélög.Vísir/Vilhelm „Það er ekki til að einfalda hlutina. Ég trúi ekki öðru, það ber það lítið í milli, að það skuli ekki vera hægt að klára þetta. Í staðinn fyrir að setja hlutina í svona mikið uppnám. Það er ótrúlegt,“ segir Unnar Örn Ólafsson. Guðjón Helgason upplýsingafulltrui Ísavia segir undanþágur hafa verið fengar til að viðhalda öryggi.Vísir/Vilhelm Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Ísavia segir félagið binda miklar vonir við samningaviðræður skili árangri þannig að báðir aðilar fari sáttir frá borði. Næsti fundur í deilunni verði á morgun. „Við höfum á síðustu dögum verið að fara yfir möguleg áhrif yfirvinnubanns á okkar starfsemi og höldum því áfram. Tengt þeirri yfirferð höfum við fengið samþykktar undanþágubeiðnir frá FFR fyrir þjónustu á flugvöllum og í flugleiðsögu vegna sjúkraflugs, leitar- og björgunarflugs, vegna breytinga á áfangastað loftfars, sem geta orðið vegna bilana, óvæntra lokana flugvalla, óveðurs eða veikinda um borð, og vegna virkjana neyðaráætlana eins og flugslysaáætlana eða áætlana vegna eldgosa,“ segir Guðjón. Almennt séð muni yfirvinnubann hins vegar koma í veg fyrir að hægt verði að fá félagsfólk FFR sem starfi hjá Isavia og dótturfélögum til yfirvinnu. Til dæmis ef komi til veikinda eða vegna álags í rekstri sem gæti skapast vegna óveðurs. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. 17. febrúar 2023 22:18 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Unnar Örn Ólafsson formaður FFR, Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, lýsir vonbrigðum sínum með samningafund með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins í gær. Þar hafi ekkert miðað áfram. Hann segir boðað yfirvinnubann sem hefst klukkan fjögur á morgun geta haft töluverð áhrif á Keflavíkurflugvelli. Unnar Örn Ólafsson formaður FFR segir vonbrigði að ekki hafi tekist að semja um kaup og kj´ör félagsmanna enda fari þeir ekki fram á annað og meira en aðrir hafi samið um.aðsend „Flæði flugvéla og farþega og farþega um völlinn. Það hægist verulega á. Þetta getur farið að hafa áhrif á hvort flug er að fara á réttum tíma eða ekki,“ segir Unnar Örn. Með öðrum orðum það gætu orðið seinkanir á flugi og fólk gæti þurft að mæta fyrr en ella í flug vegna hægari þjónustu. Um fjögur hundruð félagsmenn FFR koma víða við sögu í starfsemi flugvalla landsins. Ekki hvað síst á Keflavíkurflugvelli. „Þetta er á sjötta tug starfsheita hjá okkur. Þetta er flugverndin, flugvallarþjónustan sem sér um snjóhreinsun og þess háttar ásamt slökkviþáttinn. Þetta eru fluggagnafræðingar, AFIS fólkið okkar úti á landi sem er með flugupplýsingagjöf fyrir flugvélar. Okkar fólk er vítt og breitt í gegnum allt fyrirtækið,“ segir formaður FFR. Boðað hefur verið til næsta samningafundar með SA fyrir hönd Ísavia á morgun. Unnar Örn segir félagið ekki vera að krefjast meiri launahækkana en samið hafi verið um við aðra. Ef yfirvinnubannið þrýsti ekki á um samninga verði félagið að huga að öðrum og harðari aðgerðum. Félagsmenn FFR vinna fjölbreytt störf á flugvöllum landsins og yfirvinnubann þeirra gæti tafið ýmsa þjónustu við farþega og flugfélög.Vísir/Vilhelm „Það er ekki til að einfalda hlutina. Ég trúi ekki öðru, það ber það lítið í milli, að það skuli ekki vera hægt að klára þetta. Í staðinn fyrir að setja hlutina í svona mikið uppnám. Það er ótrúlegt,“ segir Unnar Örn Ólafsson. Guðjón Helgason upplýsingafulltrui Ísavia segir undanþágur hafa verið fengar til að viðhalda öryggi.Vísir/Vilhelm Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Ísavia segir félagið binda miklar vonir við samningaviðræður skili árangri þannig að báðir aðilar fari sáttir frá borði. Næsti fundur í deilunni verði á morgun. „Við höfum á síðustu dögum verið að fara yfir möguleg áhrif yfirvinnubanns á okkar starfsemi og höldum því áfram. Tengt þeirri yfirferð höfum við fengið samþykktar undanþágubeiðnir frá FFR fyrir þjónustu á flugvöllum og í flugleiðsögu vegna sjúkraflugs, leitar- og björgunarflugs, vegna breytinga á áfangastað loftfars, sem geta orðið vegna bilana, óvæntra lokana flugvalla, óveðurs eða veikinda um borð, og vegna virkjana neyðaráætlana eins og flugslysaáætlana eða áætlana vegna eldgosa,“ segir Guðjón. Almennt séð muni yfirvinnubann hins vegar koma í veg fyrir að hægt verði að fá félagsfólk FFR sem starfi hjá Isavia og dótturfélögum til yfirvinnu. Til dæmis ef komi til veikinda eða vegna álags í rekstri sem gæti skapast vegna óveðurs.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. 17. febrúar 2023 22:18 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. 17. febrúar 2023 22:18