Lífið

Knattspyrnupar eignaðist son

Bjarki Sigurðsson skrifar
Þetta er annað barn Fanndísar og Eyjólfs.
Þetta er annað barn Fanndísar og Eyjólfs.

Knattspyrnufókið Fanndís Friðriksdóttir og Eyjólfur Héðinsson eignuðust fyrr í vikunni son. Þetta er þeirra annað barn en fyrir tveimur árum eignuðust þau dóttur. 

Fanndís greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og birtir mynd af litlum Eyjólfssyni. 

Eyjólfur spilaði síðast með ÍR áður en hann var ráðinn sem afreksþjálfari elstu flokka karla hjá Breiðabliki. Hann spilaði lengi erlendis en einnig með Fylki og Stjörnunni hér á landi. Hann spilaði fimm A-landsliðsleiki fyrir Íslands hönd. 

Fanndís spilaði síðast fyrir Val sumarið 2021 en hún á að baki 109 landsleiki og spilaði einnig erlendis um stund líkt og Eyjólfur, til að mynda í Frakklandi, Ástralíu og Noregi. Hún byrjaði ferilinn hjá ÍBV en færði sig yfir í Breiðablik ung og spilaði flesta sína leiki þar. 

Parið setti íbúð sína í Foldarsmára nýlega á sölu en um er að ræða 160 fermetra íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi. Nánar má lesa um eignina hér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×