Lífið

Grét úr hræðslu og bugun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andri og Garpur fara saman í klifur og fjallgöngur í næstu þáttaröð af Okkar eigið Ísland.
Andri og Garpur fara saman í klifur og fjallgöngur í næstu þáttaröð af Okkar eigið Ísland.

Garpur Ingason Elísabetarson er farinn af stað með aðra seríu af Okkar eigið Ísland á Vísi og Stöð 2+.

Í þáttaröðinni klífur hann hvern tindinn á fætur öðrum og leyfir áhorfendum að fylgjast með ferðunum með það að leiðarljósi að fólk fái að kynnast landinu betur og mögulega fái hugmyndir að góðum ferðalögum innanlands.

Garpur segir að þessi þáttaröð sé aðeins öðruvísi þar sem sú fyrri hafi verið meira vetrarbrölt en þessi hafi mikið til verið skotin síðasta sumar. Hann segir einnig að sum verkefnin að þessu sinni hafi verið töluvert hættulegri.

Hann fór til að mynda upp á Hraundranga með félaga sínum, honum Andra. Andri stundar klifur en hafði þarna samt sem áður aldrei farið í fjallgöngu.

„Í lokaþættinum förum við síðan upp fjall sem heitir Kelling, klifur sem heitir Kellingareldur og þá í alvörunni grét ég. Ég fór í alvörunni að gráta. Ég var svona hræddur og bugaður. Þetta er það langerfiðasta sem ég hef gert. Þetta átti að taka níu eða tíu tíma en tók okkur sautján tíma,“ segir Garpur en rætt var við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og má sjá þáttinn í heild sinni hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×