Fjórir tímar dugðu ekki og óvíst hvenær næsti fundur er Bjarki Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2023 06:31 Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilu Eflingar og SA, hefur ekki lagt fram nýja miðlunartillögu eins og er. Vísir/Vilhelm Fundi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) í Karphúsinu í gærkvöldi lauk rétt eftir miðnætti. Engin niðurstaða náðist, engin miðlunartillaga er í sjónmáli og óvíst er hvenær næsti fundur fer fram. Ríkissáttasemjari leggst nú undir feld að nýju. Í gær boðaði Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, til fundar en hann sagði í samtali við fréttastofu að efni fundarins væri mögulega ný miðlunartillaga. Í kjölfar þess frestaði SA verkbanni sínu um fjóra daga en það átti að hefjast á fimmtudaginn í þessari viku. Fulltrúar stéttarfélagsins Eflingar og SA mættu í húsakynni ríkissáttasemjara í Borgartúni í gærkvöldi upp úr klukkan átta. Búist var við löngum fundi og sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, að um væri að ræða algjöra úrslitastund í deilunni. Líkt og venjulega þegar jafnt er í úrslitaleikjum þá þarf að framlengja í deilunni því engin niðurstaða náðist á þessum rúmu fjóru tímum. Fundi lauk klukkan hálf eitt í nótt án niðurstöðu og sett var á fjölmiðlabann. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, mun nú leggjast undir feld að nýju og hugsa málið að sögn Elísabetar Ólafsdóttur, varasáttasemjara. Engin miðlunartillaga var lögð fram en fundurinn var nýttur til þess að reyna að finna flöt til þess að leggja hana fram. Tillagan sjálf er ekki tilbúin. Í samtali við mbl.is segir Ástráður að deiluaðilar hafi í fjóra tíma átt samræður við sig, hvor í sínu lagi. Ástráður segir það muni koma í ljós bráðlega hvort ný tillaga verði yfir höfuð lögð fram en hann mun ekki gera það nema hann telji einhverjar líkur á því að hún verði samþykkt af báðum deiluaðilum. Hann ætlar að tryggja að ekki komi upp svipuð vandamál og með miðlunartillögu forvera hans, Aðalsteins Leifssonar, en Efling neitaði að afhenda kjörskrá sína til þess að hægt væri að greiða atkvæði um hana. „Það er eitt af því sem þarf auðvitað að tryggja að verði ekki vandamál. Eins og staðan er núna, og miðað við þá stöðu sem málið er í, þá þarf auðvitað sáttasemjarinn að hafa einhverja vissu fyrir því að hann fái aðilana til þess að taka slíka tillögu til afgreiðslu,“ segir Ástráður við mbl.is. Búið er að setja á fjölmiðlabann í deilunni og hafa deiluaðilar verið beðnir um að ræða ekki í fjölmiðlum hvað kom fram á fundinum. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Í gær boðaði Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, til fundar en hann sagði í samtali við fréttastofu að efni fundarins væri mögulega ný miðlunartillaga. Í kjölfar þess frestaði SA verkbanni sínu um fjóra daga en það átti að hefjast á fimmtudaginn í þessari viku. Fulltrúar stéttarfélagsins Eflingar og SA mættu í húsakynni ríkissáttasemjara í Borgartúni í gærkvöldi upp úr klukkan átta. Búist var við löngum fundi og sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, að um væri að ræða algjöra úrslitastund í deilunni. Líkt og venjulega þegar jafnt er í úrslitaleikjum þá þarf að framlengja í deilunni því engin niðurstaða náðist á þessum rúmu fjóru tímum. Fundi lauk klukkan hálf eitt í nótt án niðurstöðu og sett var á fjölmiðlabann. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, mun nú leggjast undir feld að nýju og hugsa málið að sögn Elísabetar Ólafsdóttur, varasáttasemjara. Engin miðlunartillaga var lögð fram en fundurinn var nýttur til þess að reyna að finna flöt til þess að leggja hana fram. Tillagan sjálf er ekki tilbúin. Í samtali við mbl.is segir Ástráður að deiluaðilar hafi í fjóra tíma átt samræður við sig, hvor í sínu lagi. Ástráður segir það muni koma í ljós bráðlega hvort ný tillaga verði yfir höfuð lögð fram en hann mun ekki gera það nema hann telji einhverjar líkur á því að hún verði samþykkt af báðum deiluaðilum. Hann ætlar að tryggja að ekki komi upp svipuð vandamál og með miðlunartillögu forvera hans, Aðalsteins Leifssonar, en Efling neitaði að afhenda kjörskrá sína til þess að hægt væri að greiða atkvæði um hana. „Það er eitt af því sem þarf auðvitað að tryggja að verði ekki vandamál. Eins og staðan er núna, og miðað við þá stöðu sem málið er í, þá þarf auðvitað sáttasemjarinn að hafa einhverja vissu fyrir því að hann fái aðilana til þess að taka slíka tillögu til afgreiðslu,“ segir Ástráður við mbl.is. Búið er að setja á fjölmiðlabann í deilunni og hafa deiluaðilar verið beðnir um að ræða ekki í fjölmiðlum hvað kom fram á fundinum.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira