Innlent

Fjórir handteknir eftir stunguárás í Mathöll Höfða

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjórir hafa verið handteknir og einn fluttur á slysadeild.
Fjórir hafa verið handteknir og einn fluttur á slysadeild. Vísir/Vilhelm

Fjórir hafa verið handteknir eftir hnífstungu á Höfða í dag og einn fluttur á slysadeild eftir stunguárás. Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang eftir að tilkynning barst, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Samkvæmt heimildum fréttastofu kom til átaka í Mathöll Höfða við Dvergshöfða. Lögreglan var með nokkurn viðbúnað á svæðinu þegar ljósmyndara Vísis bar að garði.

Lögregluþjónar voru að störfum inn í Mathöllinni og fyrir utan. Sá sem særðist er ekki sagður hafa særst alvarlega.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var atvikið fyrst tilkynnt sem stunguárás en það er til rannsóknar og lítið sem liggur fyrir að svo stöddu. Tveir voru þó handteknir á vettvangi, eins og áður hefur komið fram. Nú er búið að handtaka fjóra vegna hnífstungunnar, samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Nokkrir lögregluþjónar voru á vettvangi.Vísir/Vilhelm


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×