Lífið

Haffi og Agla bjuggu sér til para­dísar­heimili á La Palma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjölskyldan hreinlega elskar að búa á Spáni.
Fjölskyldan hreinlega elskar að búa á Spáni.

Eigendur Happie Furniture, Hafsteinn Helgi Halldórsson og Guðrún Agla Egilsdóttir hafa komið sér vel fyrir á Kanarí.

Lóa Pind heimsótti fjölskylduna í fyrsta þættinum í nýrri þáttaröð af Hvar er best að búa? sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöld. 

Þau Haffi og Agla bjuggu í þættinum á eyjunni La Palma á Spáni en þau fjárfestu þar í lóð þar sem eldgamalt steinhús var til staðar við kaupin. 

Saman eiga þau tvær ungar stúlkur sem elska að vera í hitanum og eyða miklum tíma með foreldrum sínum.

Með tímanum byggðu þau upp einstaklega fallega eign með enn fallegri lóð þar sem finna má sundlaug, einstaka verönd. En einnig gróðursettu þau mörg hundruð plöntur.

Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins þar sem farið er yfir hvernig þau búa.

Klippa: Haffi og Agla bjuggu sér til paradísarheimili á La Palma





Fleiri fréttir

Sjá meira


×