Innlent

Of margir í bílnum og börnin án öryggis­búnaðar

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Lögregla hafði afskipti af nokkrum ölvuðum höfuðborgarbúum í dag.
Lögregla hafði afskipti af nokkrum ölvuðum höfuðborgarbúum í dag. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann við akstur í dag sem reyndist vera með of marga farþega í bílnum. Börn sem voru um borð í bifreiðinni notuðu ekki öryggisbúnað.

Lögreglan greinir ekki frá því hvort börnin hafi verið án bílbeltis eða ekki í þartilgerðum bílastól. Greint er frá atvikinu í dagbókarfærslu lögreglu um helstu mál dagsins.

Tilkynnt var um aðila sem svaf ölvunarsvefni á lager verslunar í miðborginni. Hann fékk að sofa áfengisvímuna úr sér á lögreglustöð þar sem hann átti ekki í önnur hús að vernda.

Lögregla fór í sambærilegt útkall í dag þar sem maður í miðborginni svaf ölvunarsvefni í stigagangi íbúðarhúss. Hann sýndi af sér ógnandi hegðun þegar hann var vakinn. Var hann því vistaður í fangageymslu þar til af honum rennur víman.

Þá var tilkynnt um hnupl í verslun í Garðabænum. Ætlaður þjófur var látinn laus að loknum skýrslutökum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×