Innlent

Réttinda­laus ók lyftara á bíl

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Atvikið átti sér stað við Hafnarfjarðarhöfn.
Atvikið átti sér stað við Hafnarfjarðarhöfn. Vísir/Vilhelm

Ökumaður lyftara ók á bifreið við Hafnarfjarðarhöfn klukkan hálf tvö í dag. Ökumaðurinn var ekki með réttindi til að vinna á vinnuvél á opnu svæði.

Lögreglu barst tilkynning um málið klukkan 13:36, að því er fram kemur í dagbók lögreglu, þar sem fjallað er um verkefni dagsins í dag.

Þá keyrði ökumaður bifreiðar á annan bíl í Vesturbæ Reykjavíkur klukkan tíu í morgun. Sá stakk af en fannst stuttu síðar og viðurkenndi brot sitt.

Karlmaður sem var á göngu í tónlistarhúsinu Hörpu datt með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði. Maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar klukkan 14 í dag.

Tilkynnt var um innbrot í verslun í Kópavogi á ellefta tímanum og er málið á frumstigi rannsóknar. Eigendur verslunarinnar vita ekki hverju var stolið að svo stöddu en verið er að fara yfir málið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×