Skýrt að taka þurfi vinnulöggjöfina til skoðunar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 23:01 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin ætlar ekki að beita sér með beinum hætti í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eins og staðan er nú en ætlar að fylgjast vel með framvindunni. Ráðherrar telja vinnumarkaðslöggjöf í óvissu eftir feril miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Verkfallsboðanir Eflingarfélaga voru samþykktar með nokkuð afgerandi meirihluta þeirra sem tóku þátt í gær og hefjast því 28. febrúar, verði ekki samið fyrir þann tíma. Þá fer nú fram atkvæðagreiðsla meðal tæplega tvö þúsund félagsmanna Samtaka atvinnulífsins um tillögu um verkbann á starfsfólk Eflingar sem falla undir almennan kjarasamning við samtökin. Komi til þess hefst það 2. mars. Eykur á áhyggjur fjármálaráðherra Ríkisstjórnin fór á fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun yfir hvaða áhrif slíkar aðgerðir hefðu. „Þessi tillaga eykur á áhyggjur mínar af því hvaða afleiðingar það getur haft þegar menn ná ekki saman um kaup og kjör. Það er bara alvarlegt mál,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin muni ekki skipta sér af deilunni með beinum hætti. „Þetta voru aðgerðir okkar í tengslum við kjarasamninga eins og ítrekað hefur komið fram. Við auðvitað fylgjumst grannt með stöðunni, en boltinn er hjá samningsaðilum. Það er þeirra skylda að ná samningum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vinnumarkaðsráðherra tekur undir það en segir ljóst að skoða þurfi vinnulöggjöfina eftir feril miðlunartillögu ríkissáttasemjara íhéraðsdómi og landsrétti. „Ég held að það sé alveg kýrskýrt að við þurfum að taka vinnulöggjöfina, hvað miðlunartillögu varðar, til skoðunar. Einfaldlega vegna þess að niðurstaða Landsréttar er sú að það sé hægt að leggja hana fram, en það er öllu flóknara að koma henni til atkvæðagreiðslu. Þetta er bara vinna sem fer í gang núna í ráðuneytinu hjá mér,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Gott að fá úrskurð Hæstaréttar Guðmundur Ingi segir almennt séð að gott væri að geta fengið úrskurð æðsta dómsstigs í máli sem þessu, en úrskurði Landsréttar um miðlunartillöguna hefur ekki verið skotið til Hæstaréttar. Fjármálaráðherra er á sama máli. „Við virðumst ekki hafa vinnumarkaðslöggjöf sem gagnast við aðstæður eins og þessar, til þess að leiða fram niðurstöðu.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hafa þurft að aflýsa nokkrum pakkaferðum vegna verkfallsins Icelandair hefur í nokkrum tilfellum þurft að aflýsa pakkaferðum Icelandair Holidays vegna verkfalls Eflingarstarfsfólks. Verkfallið hafi þó ekki haft áhrif á flugáætlun félagsins og ekki sé ráð fyrir gert að svo verði heldur í fyrirsjáanlegri framtíð. 21. febrúar 2023 14:12 Dapurleg staða og ítrekar skyldu Eflingar og SA að ná samningum Ríkisstjórnin ræddi stöðuna í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á vikulegum fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Forsætisráðherra ítrekar skyldu deiluaðila að ná samningum. 21. febrúar 2023 12:23 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Sjá meira
Verkfallsboðanir Eflingarfélaga voru samþykktar með nokkuð afgerandi meirihluta þeirra sem tóku þátt í gær og hefjast því 28. febrúar, verði ekki samið fyrir þann tíma. Þá fer nú fram atkvæðagreiðsla meðal tæplega tvö þúsund félagsmanna Samtaka atvinnulífsins um tillögu um verkbann á starfsfólk Eflingar sem falla undir almennan kjarasamning við samtökin. Komi til þess hefst það 2. mars. Eykur á áhyggjur fjármálaráðherra Ríkisstjórnin fór á fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun yfir hvaða áhrif slíkar aðgerðir hefðu. „Þessi tillaga eykur á áhyggjur mínar af því hvaða afleiðingar það getur haft þegar menn ná ekki saman um kaup og kjör. Það er bara alvarlegt mál,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin muni ekki skipta sér af deilunni með beinum hætti. „Þetta voru aðgerðir okkar í tengslum við kjarasamninga eins og ítrekað hefur komið fram. Við auðvitað fylgjumst grannt með stöðunni, en boltinn er hjá samningsaðilum. Það er þeirra skylda að ná samningum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vinnumarkaðsráðherra tekur undir það en segir ljóst að skoða þurfi vinnulöggjöfina eftir feril miðlunartillögu ríkissáttasemjara íhéraðsdómi og landsrétti. „Ég held að það sé alveg kýrskýrt að við þurfum að taka vinnulöggjöfina, hvað miðlunartillögu varðar, til skoðunar. Einfaldlega vegna þess að niðurstaða Landsréttar er sú að það sé hægt að leggja hana fram, en það er öllu flóknara að koma henni til atkvæðagreiðslu. Þetta er bara vinna sem fer í gang núna í ráðuneytinu hjá mér,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Gott að fá úrskurð Hæstaréttar Guðmundur Ingi segir almennt séð að gott væri að geta fengið úrskurð æðsta dómsstigs í máli sem þessu, en úrskurði Landsréttar um miðlunartillöguna hefur ekki verið skotið til Hæstaréttar. Fjármálaráðherra er á sama máli. „Við virðumst ekki hafa vinnumarkaðslöggjöf sem gagnast við aðstæður eins og þessar, til þess að leiða fram niðurstöðu.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hafa þurft að aflýsa nokkrum pakkaferðum vegna verkfallsins Icelandair hefur í nokkrum tilfellum þurft að aflýsa pakkaferðum Icelandair Holidays vegna verkfalls Eflingarstarfsfólks. Verkfallið hafi þó ekki haft áhrif á flugáætlun félagsins og ekki sé ráð fyrir gert að svo verði heldur í fyrirsjáanlegri framtíð. 21. febrúar 2023 14:12 Dapurleg staða og ítrekar skyldu Eflingar og SA að ná samningum Ríkisstjórnin ræddi stöðuna í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á vikulegum fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Forsætisráðherra ítrekar skyldu deiluaðila að ná samningum. 21. febrúar 2023 12:23 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Sjá meira
Hafa þurft að aflýsa nokkrum pakkaferðum vegna verkfallsins Icelandair hefur í nokkrum tilfellum þurft að aflýsa pakkaferðum Icelandair Holidays vegna verkfalls Eflingarstarfsfólks. Verkfallið hafi þó ekki haft áhrif á flugáætlun félagsins og ekki sé ráð fyrir gert að svo verði heldur í fyrirsjáanlegri framtíð. 21. febrúar 2023 14:12
Dapurleg staða og ítrekar skyldu Eflingar og SA að ná samningum Ríkisstjórnin ræddi stöðuna í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á vikulegum fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Forsætisráðherra ítrekar skyldu deiluaðila að ná samningum. 21. febrúar 2023 12:23