Notaði debetkort húsfélagsins í eigin þágu Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2023 09:16 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri var á dögunum dæmdur til mánaðar fangelsisvistar fyrir fjárdrátt úr húsfélagi á Akureyri. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að linum tveimur árum. Maðurinn gegndi starfi gjaldkera húsfélagsins og fór sem slíkur einn með reikningsumráð þess. Um er að ræða húsfélag fasteignar með þremur íbúðum. Á hálfs árs tímabili, frá apríl 2019 til október 2019, dró maðurinn sér fjármuni að fjárhæð 229.175 krónur úr sjóðum húsfélagsins með debetkorti þess. Færslurnar voru alls 43 talsins, sú lægsta upp á 299 krónur og sú hæsta upp á 46.767 krónur. Maðurinn neitaði sök og sagðist hafa talið sig eiga inni hjá húsfélaginu. Hann hafi ákveðið að endurgreiða sér með þessum hætti án þess að hafa rætt það við meðeigendur í húsnæðinu. Aðspurður hvers vegna hann millifærði ekki af reikningum félagsins í staðinn fyrir að notast við debetkort þá kvaðst hann ekki hafa orðið sér úti um aðgang að heimabankanum. Um leið og uppgötvaðist að maðurinn hafði nýtt sér debetkortið til einkanotkunnar greiddi hann til baka mismuninn af því sem hann taldi félagið skulda sér og því sem hann dró sér. Hann greiddi húsfélagsgjöld samviskusamlega allt brotatímabilið og því hélt hann því fram að skynsamleg rök standi því til álykta sem svo að ásetningur hans hafi ekki verið að draga sér féð til eigna. Í niðurstöðu héraðsdóms Norðurlands eystra segir að ljóst sé að maðurinn hafi notað debetkort félagsins til fjölda persónulegra úttekta. Þá sé ágreiningslaust að hann hafi einnig innt af hendi greiðslur af persónulegum fjármunum sínum fyrir húsfélagið. Hins vegar hafi hann dregið sér mun meira fé en hann átti inni. Dómnum þótti ljóst að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann var því dæmdur í þrjátíu daga fangelsi en vistin er bundin skilorði til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða húsfélaginu 64.926 krónur með vöxtum og 372.043 krónur í málskostnað. Einnig þarf hann að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, alls 1.189.580 krónur. Málefni fjölbýlishúsa Dómsmál Akureyri Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Maðurinn gegndi starfi gjaldkera húsfélagsins og fór sem slíkur einn með reikningsumráð þess. Um er að ræða húsfélag fasteignar með þremur íbúðum. Á hálfs árs tímabili, frá apríl 2019 til október 2019, dró maðurinn sér fjármuni að fjárhæð 229.175 krónur úr sjóðum húsfélagsins með debetkorti þess. Færslurnar voru alls 43 talsins, sú lægsta upp á 299 krónur og sú hæsta upp á 46.767 krónur. Maðurinn neitaði sök og sagðist hafa talið sig eiga inni hjá húsfélaginu. Hann hafi ákveðið að endurgreiða sér með þessum hætti án þess að hafa rætt það við meðeigendur í húsnæðinu. Aðspurður hvers vegna hann millifærði ekki af reikningum félagsins í staðinn fyrir að notast við debetkort þá kvaðst hann ekki hafa orðið sér úti um aðgang að heimabankanum. Um leið og uppgötvaðist að maðurinn hafði nýtt sér debetkortið til einkanotkunnar greiddi hann til baka mismuninn af því sem hann taldi félagið skulda sér og því sem hann dró sér. Hann greiddi húsfélagsgjöld samviskusamlega allt brotatímabilið og því hélt hann því fram að skynsamleg rök standi því til álykta sem svo að ásetningur hans hafi ekki verið að draga sér féð til eigna. Í niðurstöðu héraðsdóms Norðurlands eystra segir að ljóst sé að maðurinn hafi notað debetkort félagsins til fjölda persónulegra úttekta. Þá sé ágreiningslaust að hann hafi einnig innt af hendi greiðslur af persónulegum fjármunum sínum fyrir húsfélagið. Hins vegar hafi hann dregið sér mun meira fé en hann átti inni. Dómnum þótti ljóst að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann var því dæmdur í þrjátíu daga fangelsi en vistin er bundin skilorði til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða húsfélaginu 64.926 krónur með vöxtum og 372.043 krónur í málskostnað. Einnig þarf hann að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, alls 1.189.580 krónur.
Málefni fjölbýlishúsa Dómsmál Akureyri Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira