Segir varla nokkurn hagnað af rekstrinum og sárnar umræðan Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 12:12 Mikinn reyk lagði frá Vatnagörðum á föstudagsmorgun. Vísir/Vilhelm Eigandi Betra lífs, einkarekins úrræði fyrir fólk með fíknivanda þar sem mikill bruni varð á föstudag, segir varla nokkurn, ef einhvern, hagnað af starfseminni. Þá sé það fráleitt að leiga sé of há og hann myndi gjarnan vilja halda úti sólarhringsvöktun í húsnæðinu en skorti fjármagn til þess. Hátt á þriðja tug manns eru til heimilis að Vatnagörðum 18, þar sem eldurinn kviknaði á föstudagsmorgun. Íbúarnir eru allir í viðkvæmri stöðu, margir glíma við fíknivanda, og höfðu fáir í önnur hús að venda. Arnar Gunnar Hjálmtýsson eigandi Betra lífs segir að búið sé að finna bráðabirgðahúsnæði fyrir alla íbúana. Hann vonast til að komast inn í húsnæðið sem fyrst en lögregla er enn með vettvanginn til rannsóknar. Arnar telur að um íkveikju hafi verið að ræða. Voru brunavarnir fullnægjandi í húsnæðinu? „Það eru Stúdíó F arkítektar sem hanna brunavarnir í þessu húsnæði. En eins og kom í ljós þarna þá sluppu allir ómeiddir og komust út. Og það eru allar flóttaleiðir mjög góðar í húsinu,“ segir Arnar. Betra líf hefur setið undir talsverðri gagnrýni eftir brunann. Íbúi í Vatnagörðum sagðist í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag borga 140 þúsund krónur í leigu fyrir herbergi undir tíu fermetrum að stærð. Arnar segir þar með ekki öll sagan sögð. „Þessir einstaklingar sem eru þarna þeir eru með húsaleigubætur frá 80 þúsund upp í 120 þúsund á mánuði. Fólk sem er að leigja þarna, eins og drengurinn sem kom fram í sjónvarpsviðtalinu, hann er í herbergi sem er 12,3 fermetrar. Ég er að horfa hérna á teikningu af húsinu. Hann er ekki bara að leigja þetta herbergi, hann er að leigja alla sameignina líka,“ segir Arnar. Sjálfur í sjálfboðavinnu Arnar segir Betra líf svokallað „housing first“ úrræði. Ekkert eftirlit eða utanumhald er með íbúum. Sá þáttur starfseminnar hefur einna helst verið gagnrýndur. „Það sem ég hef verið að gera er að veita fólki sem vill fara í meðferð, en þarf að bíða eftir að komast í meðferð, húsaskjól. Frá því ég opnaði 2019 hef ég verið að biðja Reykjavíkurborg, sveitarfélögin og ríkið um aðstoð til að geta verið með sólarhringsvakt í húsinu. Og þau hafa ekki getað aðstoðað mig með það. Samt eru þetta skjólstæðingar frá þessum aðilum,“ segir Arnar. „Ég er í sjálfboðavinnu þarna sjálfur. Þeir sem eru aðallega að hjálpa mér eru sonur minn og kærastan hans í sjálfboðavinnu. Það er enginn hagnaður. Enda er engin ásókn í það að hjálpa svona fólki. Enda geturðu bara reiknað þetta sjálf út. Ef þú ert að borga 3,7 milljónir í afborganir á mánuði og getur verið með 4,2 milljónir í tekjur ef það næst að rukka allt inn, þá er þetta ekki mikill hagnaður.“ Honum sárni umræða síðustu daga. „Mér finnst náttúrulega leiðinlegt að þurfa að taka til varna þegar fólk er að brigsla svona hlutum. Það fólk sem er í kringum mig finnst þetta mjög leiðinlegt og veit að þetta er allt saman lygi. Og ég vil reyna að leiðrétta þessa hluti.“ Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Félagsmál Tengdar fréttir „Það á enginn þetta skilið“ Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. 18. febrúar 2023 19:15 Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. 19. febrúar 2023 21:00 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Hátt á þriðja tug manns eru til heimilis að Vatnagörðum 18, þar sem eldurinn kviknaði á föstudagsmorgun. Íbúarnir eru allir í viðkvæmri stöðu, margir glíma við fíknivanda, og höfðu fáir í önnur hús að venda. Arnar Gunnar Hjálmtýsson eigandi Betra lífs segir að búið sé að finna bráðabirgðahúsnæði fyrir alla íbúana. Hann vonast til að komast inn í húsnæðið sem fyrst en lögregla er enn með vettvanginn til rannsóknar. Arnar telur að um íkveikju hafi verið að ræða. Voru brunavarnir fullnægjandi í húsnæðinu? „Það eru Stúdíó F arkítektar sem hanna brunavarnir í þessu húsnæði. En eins og kom í ljós þarna þá sluppu allir ómeiddir og komust út. Og það eru allar flóttaleiðir mjög góðar í húsinu,“ segir Arnar. Betra líf hefur setið undir talsverðri gagnrýni eftir brunann. Íbúi í Vatnagörðum sagðist í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag borga 140 þúsund krónur í leigu fyrir herbergi undir tíu fermetrum að stærð. Arnar segir þar með ekki öll sagan sögð. „Þessir einstaklingar sem eru þarna þeir eru með húsaleigubætur frá 80 þúsund upp í 120 þúsund á mánuði. Fólk sem er að leigja þarna, eins og drengurinn sem kom fram í sjónvarpsviðtalinu, hann er í herbergi sem er 12,3 fermetrar. Ég er að horfa hérna á teikningu af húsinu. Hann er ekki bara að leigja þetta herbergi, hann er að leigja alla sameignina líka,“ segir Arnar. Sjálfur í sjálfboðavinnu Arnar segir Betra líf svokallað „housing first“ úrræði. Ekkert eftirlit eða utanumhald er með íbúum. Sá þáttur starfseminnar hefur einna helst verið gagnrýndur. „Það sem ég hef verið að gera er að veita fólki sem vill fara í meðferð, en þarf að bíða eftir að komast í meðferð, húsaskjól. Frá því ég opnaði 2019 hef ég verið að biðja Reykjavíkurborg, sveitarfélögin og ríkið um aðstoð til að geta verið með sólarhringsvakt í húsinu. Og þau hafa ekki getað aðstoðað mig með það. Samt eru þetta skjólstæðingar frá þessum aðilum,“ segir Arnar. „Ég er í sjálfboðavinnu þarna sjálfur. Þeir sem eru aðallega að hjálpa mér eru sonur minn og kærastan hans í sjálfboðavinnu. Það er enginn hagnaður. Enda er engin ásókn í það að hjálpa svona fólki. Enda geturðu bara reiknað þetta sjálf út. Ef þú ert að borga 3,7 milljónir í afborganir á mánuði og getur verið með 4,2 milljónir í tekjur ef það næst að rukka allt inn, þá er þetta ekki mikill hagnaður.“ Honum sárni umræða síðustu daga. „Mér finnst náttúrulega leiðinlegt að þurfa að taka til varna þegar fólk er að brigsla svona hlutum. Það fólk sem er í kringum mig finnst þetta mjög leiðinlegt og veit að þetta er allt saman lygi. Og ég vil reyna að leiðrétta þessa hluti.“
Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Félagsmál Tengdar fréttir „Það á enginn þetta skilið“ Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. 18. febrúar 2023 19:15 Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. 19. febrúar 2023 21:00 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
„Það á enginn þetta skilið“ Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. 18. febrúar 2023 19:15
Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. 19. febrúar 2023 21:00
Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent