Segir varla nokkurn hagnað af rekstrinum og sárnar umræðan Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 12:12 Mikinn reyk lagði frá Vatnagörðum á föstudagsmorgun. Vísir/Vilhelm Eigandi Betra lífs, einkarekins úrræði fyrir fólk með fíknivanda þar sem mikill bruni varð á föstudag, segir varla nokkurn, ef einhvern, hagnað af starfseminni. Þá sé það fráleitt að leiga sé of há og hann myndi gjarnan vilja halda úti sólarhringsvöktun í húsnæðinu en skorti fjármagn til þess. Hátt á þriðja tug manns eru til heimilis að Vatnagörðum 18, þar sem eldurinn kviknaði á föstudagsmorgun. Íbúarnir eru allir í viðkvæmri stöðu, margir glíma við fíknivanda, og höfðu fáir í önnur hús að venda. Arnar Gunnar Hjálmtýsson eigandi Betra lífs segir að búið sé að finna bráðabirgðahúsnæði fyrir alla íbúana. Hann vonast til að komast inn í húsnæðið sem fyrst en lögregla er enn með vettvanginn til rannsóknar. Arnar telur að um íkveikju hafi verið að ræða. Voru brunavarnir fullnægjandi í húsnæðinu? „Það eru Stúdíó F arkítektar sem hanna brunavarnir í þessu húsnæði. En eins og kom í ljós þarna þá sluppu allir ómeiddir og komust út. Og það eru allar flóttaleiðir mjög góðar í húsinu,“ segir Arnar. Betra líf hefur setið undir talsverðri gagnrýni eftir brunann. Íbúi í Vatnagörðum sagðist í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag borga 140 þúsund krónur í leigu fyrir herbergi undir tíu fermetrum að stærð. Arnar segir þar með ekki öll sagan sögð. „Þessir einstaklingar sem eru þarna þeir eru með húsaleigubætur frá 80 þúsund upp í 120 þúsund á mánuði. Fólk sem er að leigja þarna, eins og drengurinn sem kom fram í sjónvarpsviðtalinu, hann er í herbergi sem er 12,3 fermetrar. Ég er að horfa hérna á teikningu af húsinu. Hann er ekki bara að leigja þetta herbergi, hann er að leigja alla sameignina líka,“ segir Arnar. Sjálfur í sjálfboðavinnu Arnar segir Betra líf svokallað „housing first“ úrræði. Ekkert eftirlit eða utanumhald er með íbúum. Sá þáttur starfseminnar hefur einna helst verið gagnrýndur. „Það sem ég hef verið að gera er að veita fólki sem vill fara í meðferð, en þarf að bíða eftir að komast í meðferð, húsaskjól. Frá því ég opnaði 2019 hef ég verið að biðja Reykjavíkurborg, sveitarfélögin og ríkið um aðstoð til að geta verið með sólarhringsvakt í húsinu. Og þau hafa ekki getað aðstoðað mig með það. Samt eru þetta skjólstæðingar frá þessum aðilum,“ segir Arnar. „Ég er í sjálfboðavinnu þarna sjálfur. Þeir sem eru aðallega að hjálpa mér eru sonur minn og kærastan hans í sjálfboðavinnu. Það er enginn hagnaður. Enda er engin ásókn í það að hjálpa svona fólki. Enda geturðu bara reiknað þetta sjálf út. Ef þú ert að borga 3,7 milljónir í afborganir á mánuði og getur verið með 4,2 milljónir í tekjur ef það næst að rukka allt inn, þá er þetta ekki mikill hagnaður.“ Honum sárni umræða síðustu daga. „Mér finnst náttúrulega leiðinlegt að þurfa að taka til varna þegar fólk er að brigsla svona hlutum. Það fólk sem er í kringum mig finnst þetta mjög leiðinlegt og veit að þetta er allt saman lygi. Og ég vil reyna að leiðrétta þessa hluti.“ Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Félagsmál Tengdar fréttir „Það á enginn þetta skilið“ Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. 18. febrúar 2023 19:15 Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. 19. febrúar 2023 21:00 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Hátt á þriðja tug manns eru til heimilis að Vatnagörðum 18, þar sem eldurinn kviknaði á föstudagsmorgun. Íbúarnir eru allir í viðkvæmri stöðu, margir glíma við fíknivanda, og höfðu fáir í önnur hús að venda. Arnar Gunnar Hjálmtýsson eigandi Betra lífs segir að búið sé að finna bráðabirgðahúsnæði fyrir alla íbúana. Hann vonast til að komast inn í húsnæðið sem fyrst en lögregla er enn með vettvanginn til rannsóknar. Arnar telur að um íkveikju hafi verið að ræða. Voru brunavarnir fullnægjandi í húsnæðinu? „Það eru Stúdíó F arkítektar sem hanna brunavarnir í þessu húsnæði. En eins og kom í ljós þarna þá sluppu allir ómeiddir og komust út. Og það eru allar flóttaleiðir mjög góðar í húsinu,“ segir Arnar. Betra líf hefur setið undir talsverðri gagnrýni eftir brunann. Íbúi í Vatnagörðum sagðist í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag borga 140 þúsund krónur í leigu fyrir herbergi undir tíu fermetrum að stærð. Arnar segir þar með ekki öll sagan sögð. „Þessir einstaklingar sem eru þarna þeir eru með húsaleigubætur frá 80 þúsund upp í 120 þúsund á mánuði. Fólk sem er að leigja þarna, eins og drengurinn sem kom fram í sjónvarpsviðtalinu, hann er í herbergi sem er 12,3 fermetrar. Ég er að horfa hérna á teikningu af húsinu. Hann er ekki bara að leigja þetta herbergi, hann er að leigja alla sameignina líka,“ segir Arnar. Sjálfur í sjálfboðavinnu Arnar segir Betra líf svokallað „housing first“ úrræði. Ekkert eftirlit eða utanumhald er með íbúum. Sá þáttur starfseminnar hefur einna helst verið gagnrýndur. „Það sem ég hef verið að gera er að veita fólki sem vill fara í meðferð, en þarf að bíða eftir að komast í meðferð, húsaskjól. Frá því ég opnaði 2019 hef ég verið að biðja Reykjavíkurborg, sveitarfélögin og ríkið um aðstoð til að geta verið með sólarhringsvakt í húsinu. Og þau hafa ekki getað aðstoðað mig með það. Samt eru þetta skjólstæðingar frá þessum aðilum,“ segir Arnar. „Ég er í sjálfboðavinnu þarna sjálfur. Þeir sem eru aðallega að hjálpa mér eru sonur minn og kærastan hans í sjálfboðavinnu. Það er enginn hagnaður. Enda er engin ásókn í það að hjálpa svona fólki. Enda geturðu bara reiknað þetta sjálf út. Ef þú ert að borga 3,7 milljónir í afborganir á mánuði og getur verið með 4,2 milljónir í tekjur ef það næst að rukka allt inn, þá er þetta ekki mikill hagnaður.“ Honum sárni umræða síðustu daga. „Mér finnst náttúrulega leiðinlegt að þurfa að taka til varna þegar fólk er að brigsla svona hlutum. Það fólk sem er í kringum mig finnst þetta mjög leiðinlegt og veit að þetta er allt saman lygi. Og ég vil reyna að leiðrétta þessa hluti.“
Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Félagsmál Tengdar fréttir „Það á enginn þetta skilið“ Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. 18. febrúar 2023 19:15 Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. 19. febrúar 2023 21:00 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
„Það á enginn þetta skilið“ Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. 18. febrúar 2023 19:15
Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. 19. febrúar 2023 21:00
Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17