Segir Guðrúnu gera lítið úr störfum opinberra starfsmanna Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2023 14:22 Guðrún og Sonja Ýr tókust á í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í morgun. Vísir/Vilhelm Formaður BSRB segir þingmann Sjálfstæðisflokksins gera lítið úr opinberum starfsmönnum með orðræðu sinni um of mikinn fjölda þeirra og of háan launakostnað hins opinbera. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins tókust hart á hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun. Sonja Ýr vitnaði í ræðu Guðrúnar á dögunum þegar hún sagði það versta við að vera sest á þing vera að verða opinber starfsmaður. Þá bendir Sonja Ýr á að Guðrún verði brátt yfirmaður fjölda opinberra starfsmanna og spyr hvernig þeir eigi að taka orðræðu hennar. „Það er óvenjulegt fyrir manneskju eins og mig að vera allt í einu komin í starf þar sem almenningur í landinu borgar launin mín. Ég er allt í einu á framfæri annarra en minnar sjálfrar, og það fannst mér athyglisvert. Athyglisverð umbreyting í minni tilveru. En það er ekki hægt að skilja orð mín, eins og ég lét þau falla á þessum fundi, né heldur nú, að ég sé að gera lítið úr störfum opinberra starfsmanna. Þeir sem vilja túlka orð mín með þeim hætti, þeir verða að eiga það við sig sjálfir,“ svarar Guðrún. Ósammála um fjölgun opinberra starfsmanna Guðrún segir að starfsmönnum á opinberum markaði hafi fjölgað um 21 prósent á síðustu sex árum en á sama tíma hafi fjöldi starfsmanna á hinum almenna markaði aðeins aukist um þrjú prósent. „Þetta er náttúrlega ekki rétt. Við getum farið aftur til ársins 2003 ef við skoðum tölur Hagstofunnar út frá því hver hlutföllin eru, það er að segja hversu margir starfa hjá hinu opinbera og hversu margir starfa á almennum vinnumarkaði, þau hafa verið sirka þau sömu allt þetta tímabil. Þá um þrjátíu prósenta sem starfa á opinberum vinnumarkaði. Hjá ríki og sveitarfélögum og svo þá þeim fyrirtækjum sem falla þar undir og sjötíu prósent á almennum vinnumarkaði. Það hefur ekki breyst,“ segir Sonja Ýr. Rökræður þeirra Guðrúnar og Sonju Ýrar má heyra í spilaranum hér að neðan: Rekstur hins opinbera Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Sjá meira
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins tókust hart á hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun. Sonja Ýr vitnaði í ræðu Guðrúnar á dögunum þegar hún sagði það versta við að vera sest á þing vera að verða opinber starfsmaður. Þá bendir Sonja Ýr á að Guðrún verði brátt yfirmaður fjölda opinberra starfsmanna og spyr hvernig þeir eigi að taka orðræðu hennar. „Það er óvenjulegt fyrir manneskju eins og mig að vera allt í einu komin í starf þar sem almenningur í landinu borgar launin mín. Ég er allt í einu á framfæri annarra en minnar sjálfrar, og það fannst mér athyglisvert. Athyglisverð umbreyting í minni tilveru. En það er ekki hægt að skilja orð mín, eins og ég lét þau falla á þessum fundi, né heldur nú, að ég sé að gera lítið úr störfum opinberra starfsmanna. Þeir sem vilja túlka orð mín með þeim hætti, þeir verða að eiga það við sig sjálfir,“ svarar Guðrún. Ósammála um fjölgun opinberra starfsmanna Guðrún segir að starfsmönnum á opinberum markaði hafi fjölgað um 21 prósent á síðustu sex árum en á sama tíma hafi fjöldi starfsmanna á hinum almenna markaði aðeins aukist um þrjú prósent. „Þetta er náttúrlega ekki rétt. Við getum farið aftur til ársins 2003 ef við skoðum tölur Hagstofunnar út frá því hver hlutföllin eru, það er að segja hversu margir starfa hjá hinu opinbera og hversu margir starfa á almennum vinnumarkaði, þau hafa verið sirka þau sömu allt þetta tímabil. Þá um þrjátíu prósenta sem starfa á opinberum vinnumarkaði. Hjá ríki og sveitarfélögum og svo þá þeim fyrirtækjum sem falla þar undir og sjötíu prósent á almennum vinnumarkaði. Það hefur ekki breyst,“ segir Sonja Ýr. Rökræður þeirra Guðrúnar og Sonju Ýrar má heyra í spilaranum hér að neðan:
Rekstur hins opinbera Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu