Sólveig segist komin til að halda viðræðum áfram Bjarki Sigurðsson, Heimir Már Pétursson og Kjartan Kjartansson skrifa 16. febrúar 2023 17:20 Ástráður Haraldsson dró fyrir tjöldin á fundarherbergi í húsnæði ríkissáttasemjara þegar hann og Sólveig settust þar. Ríkissáttasemjari segir að það muni liggja fyrir seinna í kvöld hvort alvöru viðræður muni hefjast milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eða hvort viðræðum verður slitið. Formaður Samtaka atvinnulífsins segist þurfa „andrými“ til að halda viðræðunum áfram. Við fylgjumst með gangi mála í vakt hér neðst í fréttinni. Unnið hefur verið að því í gær og í dag að koma viðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) í farveg þar sem alvöru viðræður geta átt sér stað. Samkvæmt heimildum fréttastofu er helst tekist á um þá kröfu SA að hlé verði gert á verkföllum áður en viðræður hefjast. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Efling frest til klukkan sjö í kvöld til þess að svara hvort stéttarfélagið sé tilbúið til að fresta verkfalli á meðan samningaviðræðum stendur. Upphaflega var fresturinn til klukkan sex, líkt og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari staðfesti við fréttastofu fyrr í dag en Efling fékk viðbótarfrest til klukkan sjö. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vissulega hefði þokast áfram í dag en hann vildi sjá meiri árangur. Hann vildi fá andrými fyrir umbjóðendur sína til þess að halda viðræðunum áfram. Vísaði hann þar til verkfallsaðgerða Eflingar sem yllu vaxandi tjóni með hverri klukkustundinni sem liði. Efling hefur, líkt og kom fram í viðtali við Sólveigu Önnu í dag, gert þá kröfu að til að svo megi verða þurfi Samtök atvinnulífsins að leggja eitthvað á borðið sem hafi vigt inn í viðræðunum. Fyrr í dag sagði Ástráður að það væri mikilvægt að aðilarnir næðu saman sem fyrst. Á meðan aðilar væru að tosast í rétt átt þá væri viðræðum haldið áfram. Þeim yrði að minnsta kosti ekki slitið af ríkissáttasemjara.
Unnið hefur verið að því í gær og í dag að koma viðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) í farveg þar sem alvöru viðræður geta átt sér stað. Samkvæmt heimildum fréttastofu er helst tekist á um þá kröfu SA að hlé verði gert á verkföllum áður en viðræður hefjast. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Efling frest til klukkan sjö í kvöld til þess að svara hvort stéttarfélagið sé tilbúið til að fresta verkfalli á meðan samningaviðræðum stendur. Upphaflega var fresturinn til klukkan sex, líkt og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari staðfesti við fréttastofu fyrr í dag en Efling fékk viðbótarfrest til klukkan sjö. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vissulega hefði þokast áfram í dag en hann vildi sjá meiri árangur. Hann vildi fá andrými fyrir umbjóðendur sína til þess að halda viðræðunum áfram. Vísaði hann þar til verkfallsaðgerða Eflingar sem yllu vaxandi tjóni með hverri klukkustundinni sem liði. Efling hefur, líkt og kom fram í viðtali við Sólveigu Önnu í dag, gert þá kröfu að til að svo megi verða þurfi Samtök atvinnulífsins að leggja eitthvað á borðið sem hafi vigt inn í viðræðunum. Fyrr í dag sagði Ástráður að það væri mikilvægt að aðilarnir næðu saman sem fyrst. Á meðan aðilar væru að tosast í rétt átt þá væri viðræðum haldið áfram. Þeim yrði að minnsta kosti ekki slitið af ríkissáttasemjara.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Sjá meira