Innlent

Engin merki um að eldgos á Reykjanesi sé handan við hornið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sérfræðingar á Veðurstofunni telja einhverja bið verða á því að fólk reki upp stór augu nærri eldgosi á næstunni. Myndin var tekin í Meradölum við Fagradalsfjall sumarið 2022.
Sérfræðingar á Veðurstofunni telja einhverja bið verða á því að fólk reki upp stór augu nærri eldgosi á næstunni. Myndin var tekin í Meradölum við Fagradalsfjall sumarið 2022. Vísir/Vilhelm

Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir ekkert benda til þess að gos sé handan við hornið á Reykjanesi.

„Það er í rauninni ekki nein gögn sem benda til þess að það fari að gjósa núna, engir skjáftar, ekkert landris eða órói eða neitt slíkt,“ segir Lovísa.

Skjálftahrina hófst á Reykjanesi síðastliðinn föstudag en frá þeim tíma hafa um hundrað skjálftar mælst. Henni virðist þó lokið núna þó stöku skjálftar séu enn að mælast.

Náttúruvársérfræðingur segir þau búast við að það verði einhver merki áður en það fari að gjósa, sem sé ekki staðan núna.


Tengdar fréttir

„Við náttúrulega skoðum allt“

Jarðskjálftahrina hófst á Reykjaneshrygg skömmu fyrir klukkan sjö í gærkvöldi. Stærsti skjálftinn mældist 3,8 að stærð og um níutíu skjálftar hafa mælst síðan hrinan hófst. Hrinan er talin vera í rénun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×