Ástráður Haraldsson hefur verið á fundi með fulltrúum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins frá því klukkan níu í morgun.Vísir/Vilhelm
Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta.
„Við hittumst klukkan níu í morgun og við byrjuðum að funda og höfum fundað meira og minna í allan dag. Verkefnið er að leita leiða til að geta komið á eiginlegum og efnislegum kjarasamningsviðræðum sem ekki hefur verið mikið um fram að þessu,“ segir Ástráður.
„Við erum ekki komin þangað enn og veit ekki hvernig við komumst þangað,“ segir Ástráður. Haldið verði áfram að reyna að finna leiðina þegar fundar hefst á ný klukkan 20.
„Ég geri ráð fyrir að fyrir lok þessa dags muni koma í ljós hvort eiginlegar kjarasamningsviðræður muni fara í gang,“ segir Ástráður.
Hann segir alla vilja leysa málið en aðilar sjái málið ólíkum augum.
„Ég held að allir séu með jákvæðum huga að reyna að leita lausna,“ segir Ástráður.
Starfsmaður Berjaya Iceland hotel og félagskona hjá Eflingu vill mun hærri launahækkun en þá sem Efling berst nú fyrir í samningaviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Þetta kom fram í máli hennar í Norðurljósasal Hörpu í dag.
Olíufyrirtækið N1 hefur lokað fyrir afgreiðslu á bensíni eða dísel á nokkrum stöðvum á suðvesturhorninu. Tankar eru víða að tæmast.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.