Lífið

Saga Matt­hildur vann Idolið

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Saga Matthildur bar sigur úr býtum í Idol í ár og Kjalar endaði í öðru sæti.
Saga Matthildur bar sigur úr býtum í Idol í ár og Kjalar endaði í öðru sæti. Vísir/Vilhelm

Saga Matthildur er Idol-stjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Kjalari og bar sigur úr býtum.

Saga Matthildur er 24 ára gamall háskólanemi, fædd og uppalin í Bolungarvík. Hún byrjaði í Háskóla Íslands síðasta haust og leggur stund á tómstunda- og félagsmálafræði. Meðfram námi starfar hún í félagsmiðstöðinni Hólmaseli í Breiðholti.

Hana hefur alltaf dreymt um að verða tónlistarkona; hún hefur sungið og spilað á hljóðfæri frá barnsaldri. Saga Matthildur lærði djass-söng í Tónlistarskóla FÍH og spilar bæði á gítar og píanó.

Draumurinn er að fá að lifa og hrærast í tónlistinni og hafa hana að atvinnu. Eftir að hafa tekið þátt bæði í Söngvakeppni framhaldsskólanna, Ísland Got Talent og nú Idol – er hún komin til að vera.

Saga Matthildur í konfettíregni. Vísir/Vilhelm

„Ég er ógeðslega þakklát fyrir að fá að koma hérna,“ sagði hún klökk og kvaðst ekkert vita hvað hún ætti að segja: „Ég á ekki til orð.“

Úrslitakvöldið var vægast sagt rosalegt og var spennan í Idolhöllinni áþreifanleg. Þá var einnig tilkynnt að önnur þáttasería af Idolinu væri væntanleg. Vísir fylgdist vel með vendingum og hægt er að sjá þær hér að neðan.


Tengdar fréttir

Vaktin: Saga Matt­hildur bar sigur úr bítum

Spennan er orðin áþreifanleg. Úrslitakvöld Idol er nefnilega á Stöð 2 í kvöld. Tvö keppa til úrslita, þau Kjalar og Saga Matthildur, sem bæði hafa fangað hjörtu þjóðarinnar. Við fylgjumst auðvitað með úrslitakvöldinu og lýsum framvindunni í Vaktinni á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×