Margrét úthúðar dómurum og verjandi hennar segir sig frá málinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2023 12:27 Margrét Friðriksdóttir segir dómara ekki taka mark á vitnum og falsa vitnisburði sem hafi komið skýrt fram í dómnum. Vísir Margrét Friðriksdóttir segist ekki ætla að fjarlægja færslu um héraðsdómara sem hún kallar siðblindan og fleiri ljótum nöfnum. Lögmaður hennar hefur sagt sig frá málinu. Margrét var sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa hótað Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018. Margrét var dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Margrét brást hin versta við dómnum og tók til við skrif á Facebook. Þar fór hún ófögrum orðum um Barböru Björnsdóttur, dómara í málinu, og sagði um leið að málinu yrði áfrýjað. Arnar Þór Jónsson hefur sagt sig frá störfum verjanda í máli lögreglunnar gegn Margréti. „Þetta siðblinda pakk er auðsjáanlega að kalla eftir stríði sem þau munu fá, því ranglæti er eitthvað sem ég mun aldrei samþykkja, og enginn vill lenda á þeim stað,“ segir Margrét í uppfærðri færslu á Facebook í dag. Arnar Þór Jónsson var verjandi Margrétar í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hann sagt sig frá málinu. Hann vildi ekki staðfesta það við fréttastofu en sagðist þó vera algjörlega mótfallinn því að vegið væri að fólki á samfélagsmiðlum. Margrét nefnir líka Símon Sigvaldason, dómara við Landsrétt og fyrrverandi dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, til sögunnar. Hún segir ekki koma til greina að Símon, sem kallaður hefur verið Símon grimmi vegna hás sakfellingarhlutfalls, dæmi í máli Margrétar fyrir Landsrétti vegna tengsla hans við Barböru. Fjallað var um hátt sakfellingarhlutfall Símons í Íslandi í dag 2015. Arnar Þór, verjandi Margrétar, þekkir sömuleiðis vel til dómaranna enda voru þau um tíma öll þrjú dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur. Arnar Þór hætti störfum sem dómari við dómstólinn í september 2021. Dómsmál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Margrét sakfelld fyrir hótanir í garð Semu Erlu á Grensásvegi Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsíðunnar frettin.is, var í dag sakfelld fyrir að hafa hótað Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018. Margrét var dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Sema Erla segir fagnaðarefni að réttlætið hafi sigrað. 9. febrúar 2023 17:03 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Margrét var sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa hótað Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018. Margrét var dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Margrét brást hin versta við dómnum og tók til við skrif á Facebook. Þar fór hún ófögrum orðum um Barböru Björnsdóttur, dómara í málinu, og sagði um leið að málinu yrði áfrýjað. Arnar Þór Jónsson hefur sagt sig frá störfum verjanda í máli lögreglunnar gegn Margréti. „Þetta siðblinda pakk er auðsjáanlega að kalla eftir stríði sem þau munu fá, því ranglæti er eitthvað sem ég mun aldrei samþykkja, og enginn vill lenda á þeim stað,“ segir Margrét í uppfærðri færslu á Facebook í dag. Arnar Þór Jónsson var verjandi Margrétar í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hann sagt sig frá málinu. Hann vildi ekki staðfesta það við fréttastofu en sagðist þó vera algjörlega mótfallinn því að vegið væri að fólki á samfélagsmiðlum. Margrét nefnir líka Símon Sigvaldason, dómara við Landsrétt og fyrrverandi dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, til sögunnar. Hún segir ekki koma til greina að Símon, sem kallaður hefur verið Símon grimmi vegna hás sakfellingarhlutfalls, dæmi í máli Margrétar fyrir Landsrétti vegna tengsla hans við Barböru. Fjallað var um hátt sakfellingarhlutfall Símons í Íslandi í dag 2015. Arnar Þór, verjandi Margrétar, þekkir sömuleiðis vel til dómaranna enda voru þau um tíma öll þrjú dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur. Arnar Þór hætti störfum sem dómari við dómstólinn í september 2021.
Dómsmál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Margrét sakfelld fyrir hótanir í garð Semu Erlu á Grensásvegi Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsíðunnar frettin.is, var í dag sakfelld fyrir að hafa hótað Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018. Margrét var dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Sema Erla segir fagnaðarefni að réttlætið hafi sigrað. 9. febrúar 2023 17:03 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Margrét sakfelld fyrir hótanir í garð Semu Erlu á Grensásvegi Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsíðunnar frettin.is, var í dag sakfelld fyrir að hafa hótað Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018. Margrét var dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Sema Erla segir fagnaðarefni að réttlætið hafi sigrað. 9. febrúar 2023 17:03